Fimm þúsund barna á flótta er saknað Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Flóttakonur komnar til Serbíu eftir að hafa gengið yfir landamærin frá Makedóníu. Þúsundir flóttamanna fara þarna um daglega. Nordicphotos/AFP Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira
Þýska lögreglan segir að fimm þúsund þeirra barna, sem komu með flóttafólki til landsins, sé nú saknað. Þetta upplýsir lögreglan stuttu eftir að Evrópulögreglan, Europol, sagði að tíu þúsund þeirra barna, sem komu til Evrópu með flóttafólki á síðasta ári, sé saknað. Á síðasta ári fóru meira en 850 þúsund manns yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands og flestir héldu áfram norður Balkanskaga áleiðis til Austurríkis, Þýskalands og Svíþjóðar. Fjórðungur þessa hóps flóttafólks voru börn og 17 prósent voru konur. Að sögn alþjóðlegu hjálparsamtakanna UNICEF hefur hlutfall kvenna og barna hækkað, og nú er svo komið að börn eru þriðjungur þeirra flóttamanna sem koma til Evrópu. Langflestir hafa þessir flóttamenn farið í gegnum landamærabæinn Gevgelija í Makedóníu, við landamæri Grikklands. Þar þurfa þeir að láta skrá sig og sækja um bráðabirgðahæli. Þaðan þarf fólkið að ferðast norður að landamærum Serbíu, sem er þriggja til fjögurra klukkustunda leið með bifreið eða lest. Aftur þarf fólk að láta skrá sig í landamærabænum Presovo í Serbíu. Alþjóðasamtökin UN Women gerðu nýlega úttekt á aðbúnaði flóttakvenna og barna þeirra á þessum landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu, þar sem fólkið þarf að láta skrá sig. Í ljós kom að aðbúnaðurinn er engan veginn nógu góður, meðal annars vegna þess að neyðaraðstoð er gjarnan hönnuð af körlum. UN Women hefur brugðist við með því að samhæfa aðgerðir og bæta aðbúnað flóttafólks með þarfir kvenna sérstaklega í huga. Einfaldar lausnir geta oft verið áhrifaríkar, eins og bara það að koma upp kynjaskiptum svefnskálum, salernum og sturtuaðstöðu. Einnig þurfi að sjá til þess að á landamærastöðvunum séu sérstök svæði ætluð konum og börnum. Einnig þurfi að tryggja að konur sem ferðast einar geti gist saman í séraðstöðu. Þá þurfi að sjá til þess að konur séu í hópi starfsfólks auk þess sem kvensjúkdómalæknar séu til staðar. Í gær bárust svo fréttir af því að Evrópusambandið hefði komið sér saman um það, hvernig fjármagna ætti þær þrjár milljónir evra, sem sambandið ætlar að greiða Tyrklandi til að koma þar upp betri aðstæðum fyrir flóttafólk í von um að fólkið haldi kyrru fyrir í Tyrklandi frekar en að leggja upp í áhættusama ferð til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Sjá meira