MR-ingar hlakka til að losna við Cösu Christi Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 15:07 Forseti Framtíðarinnar segist hlakka til fyrir hönd komandi kynslóða MR-inga að þurfa ekki að stunda nám í húsinu Casa Christi. Rektor segir mikla þörf á lagfærðu húsnæði. Vísir Forseti Framtíðarinnar, nemendafélags innan Menntaskólans í Reykjavík, segist hlakka til fyrir hönd komandi kynslóða MR-inga að þurfa ekki að stunda nám í húsinu Casa Christi. Reykjavíkurborg samþykkti í desember að láta rífa bygginguna vegna byggingar nýs húsnæðis en margir hafa sett sig upp á móti þeim fyrirætlunum. „Allir eru mjög spenntir yfir því að þetta sé að fara,“ segir Snærós Axelsdóttir, forseti Framtíðarinnar. „Það vill enginn nemandi vera í þessari byggingu þegar stofuskipanin er birt á haustin.“ Húsið var byggt árið 1907 og er friðað. Samtökin KFUM og KFUK voru upphaflega þar til húsa áður en þau fluttu á Holtaveg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er meðal þeirra sem hvatt hefur til þess að gera húsið upp í stað þess að rífa það. Sagði hann í færslu á Facebook-síðu sinni að elsti menntaskóli landsins hlyti að vilja varðveita söguna.Sjá einnig: Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Að sögn Snærósar hefur húsið þó lengi þótt með eindæmum illa hentugt fyrir kennslu. Svo óvinsælt sé það að einn nemandi hafi tekið ákvörðun um að hætta í skólanum þegar hann komst að því að hann átti að vera í heimastofu þar þriðja árið í röð. „Allar stofurnar eru frekar litlar,“ segir hún. „Ef þú ert neðst í kjallaranum, þá er ekki súrefni þar og eftir svona tuttugu mínútur getur eiginlega enginn andað og það líður öllum illa yfir skóladaginn. Hinar stofurnar eru ekki jafnslæmar, en engin þeirra er góð.“Skipulag MR-reitsins svokallaða. Útlit frá Amtmannsstíg (úr norðvestri).Mynd/ReykjavíkurborgTilkynnt var um það í desember að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefði samþykkt framkvæmdir á lóð Menntaskólans, þar sem bókasafn, íþróttahús og fyrirlestrasalur eiga að rísa auk kennslustofa. Til þess þarf Casa Christi að víkja. Menntamálaráðuneytið stefnir ekki að því að endurreisa húsið í upprunalegri mynd á nýjum stað, þrátt fyrir tillögu Minjastofnunar þess efnis. Hópur íbúa í nágrenni skólans lýsti yfir óánægju með áformin í skoðanagrein sem birtist í Fréttablaðinu í janúar og ber heitið „Ert‘ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast?“ „Húsið [...] er bæði einstakt frá sjónarhóli byggingarlistarinnar og menningarsögulega mjög mikilvægt sem miðstöð félags- og æskulýðsstarfs um áratuga skeið,“ segir meðal annars í greininni. „MR hlýtur að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í þessum fallegu, sögufrægu byggingum.“ „Við lásum þessa grein og fórum flest að hlæja,“ segir Snærós. „Það er auðvitað leiðinlegt að það verða framkvæmdir í kringum þetta og það vill enginn hafa læti og leiðindi. En þeim er boðið að koma og sitja heilan dag í Cösu Christi og sjá hvernig er að læra þarna.“ Sjá einnig: Þetta er í alvöru að gerastYngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík.Vísir/StefánÁtti alltaf að vera til bráðabirgða Yngvi Pétursson, rektor skólans, segir ekki sitt að svara því hvort skólinn hafi áhyggjur af því að rífa eigi húsið. Það sé þó skýrt, og hafi lengi legið fyrir, að mikil þörf sé á að fá lagfært húsnæði í skólann. „Ósk okkar og krafa er sú að það verði bætt úr þessu brýna húsnæðisleysi sem við höfum búið við núna í ansi langan tíma,“ segir Yngvi. „Til dæmis er alveg hrópandi aðstöðuleysi nemenda gagnvart sínu félagslífi og hvernig er staðið að því. Við getum ekki boðið upp á slíka aðstöðu hér í skólanum, nemendur þurfa að leigja hana úti í bæ. Það er mjög aðkallandi að fá úr því bætt.“ Hann bendir á að alla tíð hafi verið litið svo á að Casa Christi væri bráðabirgðahúsnæði. „Þetta hús var keypt fyrir skólann af KFUM og KFUK, þá voru þau að færa sína starfsemi að Holtavegi. Þá var lagt í lágmarksviðhald á þessu húsi og talað um það að þetta væri bráðabirgðahúsnæði sem kennt yrði í fimm til sjö ár. Og síðan eru nú liðin ansi mörg ár.“ Tengdar fréttir Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44 Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Forseti Framtíðarinnar, nemendafélags innan Menntaskólans í Reykjavík, segist hlakka til fyrir hönd komandi kynslóða MR-inga að þurfa ekki að stunda nám í húsinu Casa Christi. Reykjavíkurborg samþykkti í desember að láta rífa bygginguna vegna byggingar nýs húsnæðis en margir hafa sett sig upp á móti þeim fyrirætlunum. „Allir eru mjög spenntir yfir því að þetta sé að fara,“ segir Snærós Axelsdóttir, forseti Framtíðarinnar. „Það vill enginn nemandi vera í þessari byggingu þegar stofuskipanin er birt á haustin.“ Húsið var byggt árið 1907 og er friðað. Samtökin KFUM og KFUK voru upphaflega þar til húsa áður en þau fluttu á Holtaveg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er meðal þeirra sem hvatt hefur til þess að gera húsið upp í stað þess að rífa það. Sagði hann í færslu á Facebook-síðu sinni að elsti menntaskóli landsins hlyti að vilja varðveita söguna.Sjá einnig: Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Að sögn Snærósar hefur húsið þó lengi þótt með eindæmum illa hentugt fyrir kennslu. Svo óvinsælt sé það að einn nemandi hafi tekið ákvörðun um að hætta í skólanum þegar hann komst að því að hann átti að vera í heimastofu þar þriðja árið í röð. „Allar stofurnar eru frekar litlar,“ segir hún. „Ef þú ert neðst í kjallaranum, þá er ekki súrefni þar og eftir svona tuttugu mínútur getur eiginlega enginn andað og það líður öllum illa yfir skóladaginn. Hinar stofurnar eru ekki jafnslæmar, en engin þeirra er góð.“Skipulag MR-reitsins svokallaða. Útlit frá Amtmannsstíg (úr norðvestri).Mynd/ReykjavíkurborgTilkynnt var um það í desember að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefði samþykkt framkvæmdir á lóð Menntaskólans, þar sem bókasafn, íþróttahús og fyrirlestrasalur eiga að rísa auk kennslustofa. Til þess þarf Casa Christi að víkja. Menntamálaráðuneytið stefnir ekki að því að endurreisa húsið í upprunalegri mynd á nýjum stað, þrátt fyrir tillögu Minjastofnunar þess efnis. Hópur íbúa í nágrenni skólans lýsti yfir óánægju með áformin í skoðanagrein sem birtist í Fréttablaðinu í janúar og ber heitið „Ert‘ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast?“ „Húsið [...] er bæði einstakt frá sjónarhóli byggingarlistarinnar og menningarsögulega mjög mikilvægt sem miðstöð félags- og æskulýðsstarfs um áratuga skeið,“ segir meðal annars í greininni. „MR hlýtur að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í þessum fallegu, sögufrægu byggingum.“ „Við lásum þessa grein og fórum flest að hlæja,“ segir Snærós. „Það er auðvitað leiðinlegt að það verða framkvæmdir í kringum þetta og það vill enginn hafa læti og leiðindi. En þeim er boðið að koma og sitja heilan dag í Cösu Christi og sjá hvernig er að læra þarna.“ Sjá einnig: Þetta er í alvöru að gerastYngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík.Vísir/StefánÁtti alltaf að vera til bráðabirgða Yngvi Pétursson, rektor skólans, segir ekki sitt að svara því hvort skólinn hafi áhyggjur af því að rífa eigi húsið. Það sé þó skýrt, og hafi lengi legið fyrir, að mikil þörf sé á að fá lagfært húsnæði í skólann. „Ósk okkar og krafa er sú að það verði bætt úr þessu brýna húsnæðisleysi sem við höfum búið við núna í ansi langan tíma,“ segir Yngvi. „Til dæmis er alveg hrópandi aðstöðuleysi nemenda gagnvart sínu félagslífi og hvernig er staðið að því. Við getum ekki boðið upp á slíka aðstöðu hér í skólanum, nemendur þurfa að leigja hana úti í bæ. Það er mjög aðkallandi að fá úr því bætt.“ Hann bendir á að alla tíð hafi verið litið svo á að Casa Christi væri bráðabirgðahúsnæði. „Þetta hús var keypt fyrir skólann af KFUM og KFUK, þá voru þau að færa sína starfsemi að Holtavegi. Þá var lagt í lágmarksviðhald á þessu húsi og talað um það að þetta væri bráðabirgðahúsnæði sem kennt yrði í fimm til sjö ár. Og síðan eru nú liðin ansi mörg ár.“
Tengdar fréttir Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44 Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44
Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15
Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00