Þetta er í alvöru að gerast Marinó Örn Ólafsson skrifar 3. febrúar 2016 08:45 Menningarsaga Íslands er löng og merkileg. Margir sterkir karakterar, atburðir og staðir koma fyrir í henni. Einn stór þáttur hennar, byggingarsagan, hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Deilt hefur verið um hversu mikið á að varðveita. Hvaða gömlu hús eru meira en bara gömul hús? Málið hefur margar hliðar, sum hús þykja ekki merkileg fyrr en þau verða gömul, einhverskonar antíkáhrif spila þar inn í. Einnig má nefna fræga hönnun, til dæmis Guðjóns Samúelssonar. Guðjón, hæddur af samtímamönnum - dáður af nútímamönnum, þykir einn merkilegasti arkítekt Íslandssögunnar nú til dags. Ég ætla hins vegar ekki að skrifa um það heldur allt annað mál. Við stöndum á tímamótum og það er stórslys í uppsiglingu. Menningarsögulegar minjar eru í stórhættu. Þetta jafnast á við það þegar síðasti geirfuglinn var skotinn. Þetta er á sama stigi og þegar Hótel Ísland brann, jafnvel þegar handritasafn Árna Magnússonar brann! Málið er nefnilega það að nú hefur einhver „nefnd“ komist að þeirri niðurstöðu að það sé best að bárujárnskassinn með myglunni verði rifinn. Já þið lásuð rétt, það á að rífa ljóta húsið sem er alltaf kalt inni í! Það vita að sjálfsögðu allir um hvað ég er að tala, hvað annað en Cösu christi, eitt mest áberandi hús miðbæjarins. Að rífa það breytti ásýnd miðbæjarins heilmikið. Kannski kæmi eitthvað nytsamlegt í staðinn, eða jafnvel fallegt, það væri náttúrulega fáránlegt. Við skulum athuga að þetta líflausa og ónýta hús er ekki bara gamalt heldur líka mikilvægt! Einu sinni notaði fólk það eitthvað! Einhver félög notuðu það, meðan það var ennþá hæft til afnota, þó það hafi nú ekkert verið algjörlega nauðsynlegt fyrir starfsemi félaganna og í rauninni lítið haldið upp á húsið innan félaganna þá er þetta nú samt rosalega merkilegt, ég lofa!Casa Christimynd/marinóÞessi grein er ekki skrifuð til þess að koma í veg fyrir það að það sé byggt í bakgarðinum hjá mér heldur finnst mér þetta hús bara svo merkilegt. Ég hef engar áhyggjur af því að aukin og bætt starfsemi elstu menntastofnunar Íslands og endurbætur á lóð hennar gætu haft tímabundin áhrif á lífsgæði mín sem íbúi í Þingholtunum. Ég er bara að hugsa um sögu landsins okkar. Í rauninni varðar þetta ekki bara Ísland og Íslendinga, heldur heiminn allan! Þessar hundruðir þúsunda ferðamanna koma hingað til lands gagngert til að njóta fegurðar bárujárnshúss sem einu sinni var byggt í ítölskum 17. aldar stíl. Það væri því ekki bara menningarsögulegt tjón sem hlytist af brotthvarfi hússins heldur líka efnahagslegt tjón! Í rauninni ætti MR að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í ónýtu húsnæði! MR ætti bara að færa hrokann og yfirganginn eitthvað annað en í Þingholtin ef skólinn þykist ætla að bjóða nemendum upp á almennilega aðstöðu til náms! Valdið liggur hjá framkvæmdaaðilanum, ríkinu, ætlar ríkið virkilega að leyfa ómerkilegu og ljótu húsi að standa og standa þannig í vegi fyrir bættri menntun komandi kynslóða í einum virtasta skóla landsins? Ráðherrar og ríkisstjórn, sýnið miskunn! Ekki misþyrma fjár- og húsnæðissveltum skóla lengur! Hættið þessari vitleysu!Höfundur er (ekki) íbúi í Þingholtunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44 Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Ert' ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast? Þessar spurningar brenna á vörum íbúa í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík. Svo virðist sem íslenska ríkið sé í þann mund að hefja umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum 28. janúar 2016 07:00 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarsaga Íslands er löng og merkileg. Margir sterkir karakterar, atburðir og staðir koma fyrir í henni. Einn stór þáttur hennar, byggingarsagan, hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Deilt hefur verið um hversu mikið á að varðveita. Hvaða gömlu hús eru meira en bara gömul hús? Málið hefur margar hliðar, sum hús þykja ekki merkileg fyrr en þau verða gömul, einhverskonar antíkáhrif spila þar inn í. Einnig má nefna fræga hönnun, til dæmis Guðjóns Samúelssonar. Guðjón, hæddur af samtímamönnum - dáður af nútímamönnum, þykir einn merkilegasti arkítekt Íslandssögunnar nú til dags. Ég ætla hins vegar ekki að skrifa um það heldur allt annað mál. Við stöndum á tímamótum og það er stórslys í uppsiglingu. Menningarsögulegar minjar eru í stórhættu. Þetta jafnast á við það þegar síðasti geirfuglinn var skotinn. Þetta er á sama stigi og þegar Hótel Ísland brann, jafnvel þegar handritasafn Árna Magnússonar brann! Málið er nefnilega það að nú hefur einhver „nefnd“ komist að þeirri niðurstöðu að það sé best að bárujárnskassinn með myglunni verði rifinn. Já þið lásuð rétt, það á að rífa ljóta húsið sem er alltaf kalt inni í! Það vita að sjálfsögðu allir um hvað ég er að tala, hvað annað en Cösu christi, eitt mest áberandi hús miðbæjarins. Að rífa það breytti ásýnd miðbæjarins heilmikið. Kannski kæmi eitthvað nytsamlegt í staðinn, eða jafnvel fallegt, það væri náttúrulega fáránlegt. Við skulum athuga að þetta líflausa og ónýta hús er ekki bara gamalt heldur líka mikilvægt! Einu sinni notaði fólk það eitthvað! Einhver félög notuðu það, meðan það var ennþá hæft til afnota, þó það hafi nú ekkert verið algjörlega nauðsynlegt fyrir starfsemi félaganna og í rauninni lítið haldið upp á húsið innan félaganna þá er þetta nú samt rosalega merkilegt, ég lofa!Casa Christimynd/marinóÞessi grein er ekki skrifuð til þess að koma í veg fyrir það að það sé byggt í bakgarðinum hjá mér heldur finnst mér þetta hús bara svo merkilegt. Ég hef engar áhyggjur af því að aukin og bætt starfsemi elstu menntastofnunar Íslands og endurbætur á lóð hennar gætu haft tímabundin áhrif á lífsgæði mín sem íbúi í Þingholtunum. Ég er bara að hugsa um sögu landsins okkar. Í rauninni varðar þetta ekki bara Ísland og Íslendinga, heldur heiminn allan! Þessar hundruðir þúsunda ferðamanna koma hingað til lands gagngert til að njóta fegurðar bárujárnshúss sem einu sinni var byggt í ítölskum 17. aldar stíl. Það væri því ekki bara menningarsögulegt tjón sem hlytist af brotthvarfi hússins heldur líka efnahagslegt tjón! Í rauninni ætti MR að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í ónýtu húsnæði! MR ætti bara að færa hrokann og yfirganginn eitthvað annað en í Þingholtin ef skólinn þykist ætla að bjóða nemendum upp á almennilega aðstöðu til náms! Valdið liggur hjá framkvæmdaaðilanum, ríkinu, ætlar ríkið virkilega að leyfa ómerkilegu og ljótu húsi að standa og standa þannig í vegi fyrir bættri menntun komandi kynslóða í einum virtasta skóla landsins? Ráðherrar og ríkisstjórn, sýnið miskunn! Ekki misþyrma fjár- og húsnæðissveltum skóla lengur! Hættið þessari vitleysu!Höfundur er (ekki) íbúi í Þingholtunum.
Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44
Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15
Ert' ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast? Þessar spurningar brenna á vörum íbúa í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík. Svo virðist sem íslenska ríkið sé í þann mund að hefja umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum 28. janúar 2016 07:00
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar