Innlent

Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Dagur B. Eggertsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Dagur B. Eggertsson. Vísir/Stefán
„Þarna hefði verið skynsamlegt fyrir ráðherra að kanna málið áður en hann settist við tölvuna eða hljóp í blöðin.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri á Facebooksíðu sinni. Þar vísar hann til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra fyrr í dag.

Sigmundur sagði á Facebooksíðu sinni að það væri furðulegt að borgaryfirvöld væru „allt í einu til í að leyfa niðurrif jafnvel friðaðra húsa til að troða inn nýjum stórhýsum þar sem þröngt er fyrir.“ Sigmundur vísaði í grein í Fréttablaðinu í dag sem hópur íbúa í nágrenni við Menntaskóla Reykjavíkur skrifuðu um fyrirhugað niðurrif Casa Christi, sem er friðað hús.

Dagur bendir hins vegar á að það sé ríkið sem sem standi að framkvæmdunum.

„Ríkið er nefnilega framkvæmdaaðilinn og hefur lagt ríka áherslu á að húsið víki. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar beinlínis beint því til ríkisins með sérstakri bókun 11. nóvember sl. að húsið verði gert upp í upprunalegri mynd, en mér að vitandi hefur ríkið ekki fallist á það, heldur viljað halda sínu striki,“ skrifar Dagur.

„það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar uppbygging í miðborginni er annars vegar.“

Dagur segir enn fremur að Sigmundur hafi það algerlega í hendi sér að endurgera húsið og láta það standa. Hann þurfi frekar að reka deilur sínar við sjálfan sig eða önnur ráðuneyti, frekar en borgina.

það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Friday, January 29, 2016
Hér að neðan má sjá færslu Sigmundar frá því fyrr í dag.

Þetta er áhugaverð grein (https://www.visir.is/ert'...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Friday, January 29, 2016Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.