Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Dagur B. Eggertsson. Vísir/Stefán „Þarna hefði verið skynsamlegt fyrir ráðherra að kanna málið áður en hann settist við tölvuna eða hljóp í blöðin.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri á Facebooksíðu sinni. Þar vísar hann til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra fyrr í dag. Sigmundur sagði á Facebooksíðu sinni að það væri furðulegt að borgaryfirvöld væru „allt í einu til í að leyfa niðurrif jafnvel friðaðra húsa til að troða inn nýjum stórhýsum þar sem þröngt er fyrir.“ Sigmundur vísaði í grein í Fréttablaðinu í dag sem hópur íbúa í nágrenni við Menntaskóla Reykjavíkur skrifuðu um fyrirhugað niðurrif Casa Christi, sem er friðað hús. Dagur bendir hins vegar á að það sé ríkið sem sem standi að framkvæmdunum. „Ríkið er nefnilega framkvæmdaaðilinn og hefur lagt ríka áherslu á að húsið víki. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar beinlínis beint því til ríkisins með sérstakri bókun 11. nóvember sl. að húsið verði gert upp í upprunalegri mynd, en mér að vitandi hefur ríkið ekki fallist á það, heldur viljað halda sínu striki,“ skrifar Dagur. „það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar uppbygging í miðborginni er annars vegar.“ Dagur segir enn fremur að Sigmundur hafi það algerlega í hendi sér að endurgera húsið og láta það standa. Hann þurfi frekar að reka deilur sínar við sjálfan sig eða önnur ráðuneyti, frekar en borgina.það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar...Posted by Dagur B. Eggertsson on Friday, January 29, 2016Hér að neðan má sjá færslu Sigmundar frá því fyrr í dag.Þetta er áhugaverð grein (https://www.visir.is/ert'...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Friday, January 29, 2016 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Þarna hefði verið skynsamlegt fyrir ráðherra að kanna málið áður en hann settist við tölvuna eða hljóp í blöðin.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri á Facebooksíðu sinni. Þar vísar hann til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra fyrr í dag. Sigmundur sagði á Facebooksíðu sinni að það væri furðulegt að borgaryfirvöld væru „allt í einu til í að leyfa niðurrif jafnvel friðaðra húsa til að troða inn nýjum stórhýsum þar sem þröngt er fyrir.“ Sigmundur vísaði í grein í Fréttablaðinu í dag sem hópur íbúa í nágrenni við Menntaskóla Reykjavíkur skrifuðu um fyrirhugað niðurrif Casa Christi, sem er friðað hús. Dagur bendir hins vegar á að það sé ríkið sem sem standi að framkvæmdunum. „Ríkið er nefnilega framkvæmdaaðilinn og hefur lagt ríka áherslu á að húsið víki. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar beinlínis beint því til ríkisins með sérstakri bókun 11. nóvember sl. að húsið verði gert upp í upprunalegri mynd, en mér að vitandi hefur ríkið ekki fallist á það, heldur viljað halda sínu striki,“ skrifar Dagur. „það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar uppbygging í miðborginni er annars vegar.“ Dagur segir enn fremur að Sigmundur hafi það algerlega í hendi sér að endurgera húsið og láta það standa. Hann þurfi frekar að reka deilur sínar við sjálfan sig eða önnur ráðuneyti, frekar en borgina.það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar...Posted by Dagur B. Eggertsson on Friday, January 29, 2016Hér að neðan má sjá færslu Sigmundar frá því fyrr í dag.Þetta er áhugaverð grein (https://www.visir.is/ert'...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Friday, January 29, 2016
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira