Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2016 17:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Dagur B. Eggertsson. Vísir/Stefán „Þarna hefði verið skynsamlegt fyrir ráðherra að kanna málið áður en hann settist við tölvuna eða hljóp í blöðin.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri á Facebooksíðu sinni. Þar vísar hann til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra fyrr í dag. Sigmundur sagði á Facebooksíðu sinni að það væri furðulegt að borgaryfirvöld væru „allt í einu til í að leyfa niðurrif jafnvel friðaðra húsa til að troða inn nýjum stórhýsum þar sem þröngt er fyrir.“ Sigmundur vísaði í grein í Fréttablaðinu í dag sem hópur íbúa í nágrenni við Menntaskóla Reykjavíkur skrifuðu um fyrirhugað niðurrif Casa Christi, sem er friðað hús. Dagur bendir hins vegar á að það sé ríkið sem sem standi að framkvæmdunum. „Ríkið er nefnilega framkvæmdaaðilinn og hefur lagt ríka áherslu á að húsið víki. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar beinlínis beint því til ríkisins með sérstakri bókun 11. nóvember sl. að húsið verði gert upp í upprunalegri mynd, en mér að vitandi hefur ríkið ekki fallist á það, heldur viljað halda sínu striki,“ skrifar Dagur. „það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar uppbygging í miðborginni er annars vegar.“ Dagur segir enn fremur að Sigmundur hafi það algerlega í hendi sér að endurgera húsið og láta það standa. Hann þurfi frekar að reka deilur sínar við sjálfan sig eða önnur ráðuneyti, frekar en borgina.það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar...Posted by Dagur B. Eggertsson on Friday, January 29, 2016Hér að neðan má sjá færslu Sigmundar frá því fyrr í dag.Þetta er áhugaverð grein (https://www.visir.is/ert'...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Friday, January 29, 2016 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Þarna hefði verið skynsamlegt fyrir ráðherra að kanna málið áður en hann settist við tölvuna eða hljóp í blöðin.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri á Facebooksíðu sinni. Þar vísar hann til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra fyrr í dag. Sigmundur sagði á Facebooksíðu sinni að það væri furðulegt að borgaryfirvöld væru „allt í einu til í að leyfa niðurrif jafnvel friðaðra húsa til að troða inn nýjum stórhýsum þar sem þröngt er fyrir.“ Sigmundur vísaði í grein í Fréttablaðinu í dag sem hópur íbúa í nágrenni við Menntaskóla Reykjavíkur skrifuðu um fyrirhugað niðurrif Casa Christi, sem er friðað hús. Dagur bendir hins vegar á að það sé ríkið sem sem standi að framkvæmdunum. „Ríkið er nefnilega framkvæmdaaðilinn og hefur lagt ríka áherslu á að húsið víki. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar beinlínis beint því til ríkisins með sérstakri bókun 11. nóvember sl. að húsið verði gert upp í upprunalegri mynd, en mér að vitandi hefur ríkið ekki fallist á það, heldur viljað halda sínu striki,“ skrifar Dagur. „það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar uppbygging í miðborginni er annars vegar.“ Dagur segir enn fremur að Sigmundur hafi það algerlega í hendi sér að endurgera húsið og láta það standa. Hann þurfi frekar að reka deilur sínar við sjálfan sig eða önnur ráðuneyti, frekar en borgina.það er fyrir löngu orðið vandræðalegt hvað forsætisráðherra er mikið í mun að slæma hendi til borgaryfirvalda þegar...Posted by Dagur B. Eggertsson on Friday, January 29, 2016Hér að neðan má sjá færslu Sigmundar frá því fyrr í dag.Þetta er áhugaverð grein (https://www.visir.is/ert'...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Friday, January 29, 2016
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira