Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2016 10:44 Casa Christi. Vísir/Vilhelm Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“. Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“.
Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00