Stuðningsmaður Trump truflaði sýningu á Hamilton Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 21:59 Á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni "innflytjendur, við komum hlutunum í verk.“ Vísir/GETTY „Við unnum! Þið töpuðuð! Fokkið ykkur!“ Þetta hrópaði stuðningsmaður Donalds Trump á sýningu á söngleiknum Hamilton í Chicago í gærkvöldi. Að sögn The Independent á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni „innflytjendur, við komum hlutunum í verk,“ og viðbörgðum áhorfenda, sem fögnuðu mikið. Var honum vísað á dyr. Donald Trump krafðist í gær afsökunarbeiðni frá leikhóp söngleiksins í New York. Ástæða var sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni á föstudagskvöld, en hann var þar á meðal gesta. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll,“ sagði Brandon Victor Dixon á föstudagskvöld. Dixon fer með hlutverk Aaron Burr í sýningunni sem var varaforseti Bandaríkjanna 1801-1805. Sjálfur segist Pence ekki hafa móðgast við ræðu leikarans en Trump brást ókvæða við á Twitter síðu sinni. „Leikhúsið á að vera öruggur og einstakur staður. Leikarar Hamilton voru mjög dónalegir í gær við mjög góðan mann, Mike Pence. Biðjist afsökunar!“ skrifaði Trump meðal annars.Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Höfundir Hamilton , Lin-Manuel Miranda, sagðist hins vegar vera stoltur af Dixon.Proud of @HamiltonMusical. Proud of @BrandonVDixon, for leading with love. And proud to remind you that ALL are welcome at the theater.— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) November 19, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Einn aðalleikari söngleiksins Hamilton las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að lokinni sýningu í gær en hann var þar á meðal gesta. Trump segir framkomu leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónalega. 19. nóvember 2016 17:26 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
„Við unnum! Þið töpuðuð! Fokkið ykkur!“ Þetta hrópaði stuðningsmaður Donalds Trump á sýningu á söngleiknum Hamilton í Chicago í gærkvöldi. Að sögn The Independent á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni „innflytjendur, við komum hlutunum í verk,“ og viðbörgðum áhorfenda, sem fögnuðu mikið. Var honum vísað á dyr. Donald Trump krafðist í gær afsökunarbeiðni frá leikhóp söngleiksins í New York. Ástæða var sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni á föstudagskvöld, en hann var þar á meðal gesta. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll,“ sagði Brandon Victor Dixon á föstudagskvöld. Dixon fer með hlutverk Aaron Burr í sýningunni sem var varaforseti Bandaríkjanna 1801-1805. Sjálfur segist Pence ekki hafa móðgast við ræðu leikarans en Trump brást ókvæða við á Twitter síðu sinni. „Leikhúsið á að vera öruggur og einstakur staður. Leikarar Hamilton voru mjög dónalegir í gær við mjög góðan mann, Mike Pence. Biðjist afsökunar!“ skrifaði Trump meðal annars.Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Höfundir Hamilton , Lin-Manuel Miranda, sagðist hins vegar vera stoltur af Dixon.Proud of @HamiltonMusical. Proud of @BrandonVDixon, for leading with love. And proud to remind you that ALL are welcome at the theater.— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) November 19, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Einn aðalleikari söngleiksins Hamilton las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að lokinni sýningu í gær en hann var þar á meðal gesta. Trump segir framkomu leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónalega. 19. nóvember 2016 17:26 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Einn aðalleikari söngleiksins Hamilton las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að lokinni sýningu í gær en hann var þar á meðal gesta. Trump segir framkomu leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónalega. 19. nóvember 2016 17:26