Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. ágúst 2016 07:00 „Þið eruð öll hetjur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við mannfjöldann sem kom til að sýna stjórn hans stuðning á útifundi í Istanbúl á sunnudag. Tilefnið var valdaránstilraunin 15. júlí, sem brotin var á bak aftur ekki síst vegna þess að fjöldi fólks varð við áskorun Erdogans um að halda út á götur til að sýna andstöðu sína við valdarán. „Þið ættuð að vera stolt af ykkur. Hvert og eitt einasta ykkar barðist fyrir frelsi og lýðræði,“ sagði Erdogan, greinilega harla ánægður með þjóð sína. Tveir af þremur flokkum stjórnarandstöðunnar á þingi stóðu að útifundinum ásamt stjórnarflokki Erdogans forseta. Þetta er haft til marks um mikla og líklega einstæða samstöðu bæði þings og þjóðar um Erdogan og stjórn hans gegn þeim sem stóðu að valdaránstilrauninni. Kemal KiliÇdaroglu, leiðtogi sósíaldemókrata og forystumaður stjórnarandstöðunnar, segir valdaránstilraunina misheppnuðu hafa hjálpað stjórn og stjórnarandstöðu að ná saman. „Það er komið nýtt Tyrkland eftir 15. júlí,“ er haft eftir honum á vef arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjórða flokknum á þingi var þó ekki boðið að vera með, en það er Kúrdaflokkurinn HDP, enda þótt flokkur Kúrda hafi lýst yfir afdráttarlausri andstöðu við valdaránstilraunina.Trúarhreyfingin en ekki klerkurinn sjálfur Erdogan og samstarfsmenn hans saka þingmenn flokksins um að styðja Kúrdahreyfinguna PKK, sem flokkuð er undir hryðjuverkasamtök í Tyrklandi vegna baráttu hennar fyrir réttindum Kúrda. Sú barátta hefur harðnað á ný síðustu misserin með vopnuðum bardögum, loftárásum stjórnarhersins og jafnvel hryðjuverkum í helstu borgum landsins. Fyrri valdaránstilraunir í Tyrklandi, sem flestar hafa heppnast, hafa verið runnar undan rifjum hersins og kemalistahreyfingarinnar, sem hefur viljað tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í Tyrklandi í anda Kemals Atatürks, stofnanda tyrkneska lýðveldisins. Að þessu sinni segir Erdogan það hins vegar hafa verið trúarhreyfingu klerksins Fethullah Gülen sem reyndi að steypa stjórninni. Tugir þúsunda hafa verið handteknir eða reknir úr störfum þær þrjár vikur rúmar sem liðnar eru frá valdaránstilrauninni, flestir sakaðir um að vera liðsmenn í hreyfingu Gülens. Þar á meðal eru herforingjar, lögreglumenn, dómarar, kennarar og fréttamenn. Gülen sjálfur býr í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð. Erdogan vill fá hann framseldan til Tyrklands, en hefur enn ekki gefið út formlega framsalsbeiðni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48 Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
„Þið eruð öll hetjur,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við mannfjöldann sem kom til að sýna stjórn hans stuðning á útifundi í Istanbúl á sunnudag. Tilefnið var valdaránstilraunin 15. júlí, sem brotin var á bak aftur ekki síst vegna þess að fjöldi fólks varð við áskorun Erdogans um að halda út á götur til að sýna andstöðu sína við valdarán. „Þið ættuð að vera stolt af ykkur. Hvert og eitt einasta ykkar barðist fyrir frelsi og lýðræði,“ sagði Erdogan, greinilega harla ánægður með þjóð sína. Tveir af þremur flokkum stjórnarandstöðunnar á þingi stóðu að útifundinum ásamt stjórnarflokki Erdogans forseta. Þetta er haft til marks um mikla og líklega einstæða samstöðu bæði þings og þjóðar um Erdogan og stjórn hans gegn þeim sem stóðu að valdaránstilrauninni. Kemal KiliÇdaroglu, leiðtogi sósíaldemókrata og forystumaður stjórnarandstöðunnar, segir valdaránstilraunina misheppnuðu hafa hjálpað stjórn og stjórnarandstöðu að ná saman. „Það er komið nýtt Tyrkland eftir 15. júlí,“ er haft eftir honum á vef arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjórða flokknum á þingi var þó ekki boðið að vera með, en það er Kúrdaflokkurinn HDP, enda þótt flokkur Kúrda hafi lýst yfir afdráttarlausri andstöðu við valdaránstilraunina.Trúarhreyfingin en ekki klerkurinn sjálfur Erdogan og samstarfsmenn hans saka þingmenn flokksins um að styðja Kúrdahreyfinguna PKK, sem flokkuð er undir hryðjuverkasamtök í Tyrklandi vegna baráttu hennar fyrir réttindum Kúrda. Sú barátta hefur harðnað á ný síðustu misserin með vopnuðum bardögum, loftárásum stjórnarhersins og jafnvel hryðjuverkum í helstu borgum landsins. Fyrri valdaránstilraunir í Tyrklandi, sem flestar hafa heppnast, hafa verið runnar undan rifjum hersins og kemalistahreyfingarinnar, sem hefur viljað tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í Tyrklandi í anda Kemals Atatürks, stofnanda tyrkneska lýðveldisins. Að þessu sinni segir Erdogan það hins vegar hafa verið trúarhreyfingu klerksins Fethullah Gülen sem reyndi að steypa stjórninni. Tugir þúsunda hafa verið handteknir eða reknir úr störfum þær þrjár vikur rúmar sem liðnar eru frá valdaránstilrauninni, flestir sakaðir um að vera liðsmenn í hreyfingu Gülens. Þar á meðal eru herforingjar, lögreglumenn, dómarar, kennarar og fréttamenn. Gülen sjálfur býr í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð. Erdogan vill fá hann framseldan til Tyrklands, en hefur enn ekki gefið út formlega framsalsbeiðni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48 Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Tugþúsundir stuðningsmanna Erdogan koma saman í Köln Um 2.700 lögreglumenn eru á staðnum til að passa upp á allt fari vel fram. 31. júlí 2016 12:48
Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Forsætisráðherra Tyrkja segir aðgerðir hersins ólöglegar en segir ríkisstjórnina enn vera við völd. 15. júlí 2016 20:45
Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36