„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 21:34 Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósþætti kvöldsins Skjáskot Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið var til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og yfirmaður gæðamála á sjúkrahúsinu, telur dauðsfall Nóa Hrafns Karlssonar, vera alvarlegasta atvik sinnar tegundar á Landspítalanum. Hún segir um átta til tólf alvarleg atvik koma upp á ári. Í þættinum fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. „Sérfræðingurinn kom aldrei, sem var svo fáránlegt. Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, eða einhvers staðar þar sem ekki var hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi, en það var aldrei kallað á hann,“ sagði Sigríður Eyrún í viðtali Kastljóss. Gráturinn sem aldrei kom Að lokum kom sérfræðingur og fjarlægði fyrirstöðu í fæðingarvegi. Þá var klukkan rúmlega ellefu að kvöldi til, en Sigríður Eyrún hafði vaknað með hríðarverki klukkan átta um morgunin og í mæðraskrá er fyrsta stig fæðingar sagt hafið tveimur tímum siðar. Eftir að læknir hafði fjarlægt fyrirstöðuna fór hann úr herberginu og bað um að vera látinn vita ef að eitthvað meira gerist, samkvæmt framburði hans. Stuttu seinna, um hálf tólf, voru vaktaskipti á deildinni. Ljósmóðurinni sem þá kom á vakt varð fljótt ljóst að ekki var allt með felldu og fljótlega var kallað á sérfræðing til að aðstoða við fæðinguna. Sérfræðingi tókst eftir sex til sjö tilraunir að koma Nóa Hrafni í heiminn með sogklukku. Karl segir að þá hafi tekið við hálftíma langt ferli þar sem reynt var að blása lífi í drenginn. „Við bíðum alltaf eftir að heyra gráturinn, sem aldrei kemur,“ sagði Karl í Kastljóssþætti kvöldsins. Sigríður fékk að halda á Nóa Hrafni í örskamma stund áður en hann var færður inn á vökudeild. „Og þegar skarinn er farinn með hann inn á vökudeild þá er stofan eins og eftir stríð. Það er allt í blóði og tækjum og við sitjum þarna bara í losti,“ sagði Karl. Nói Hrafn lést fimm dögum seinna á vökudeild landspítalans. Súrefnisskortur sem hann varð fyrir vegna erfiðleika í fæðingunni höfðu leitt til alvarlegs heilaskaða. Að öðru leyti var hann fullkomlega heilbrigður.Landlæknir segir um vanræsklu að ræða Sigríður Eyrún og Karl leituðu til Landlæknis í maí í fyrra og lögðu fram kvörtun vegna andláts Nóa Hrafns. Kvörtunin var í þrettán liðum og tekur meðal annars til vanmats á hættulegum aðstæðum, notkunar á hríðörvandi efnum, óviðeigandi hegðun ljósmæðra í garð foreldranna og að margítrekaðar beiðnir þeirra hafi verið virtar að vettugi. Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í máli Nóa Hrafns auk þess sem hann gagnrýnir framkomu starfsfólk í garð foreldranna harðlega. Í svari spítalans til landlæknis er gengist við mistökunum. Þar er sagt að í fæðingunni hafi að einhverju leyti ekki verið hlustað á foreldrana, skráningu hafi verið ábótavant, sérstaklega hjá læknum, kallað hafi verið seint á lækni og þegar hann kom á staðinn hafi vanmat verið á aðstæðum. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir að öllum beri saman um að þurft hefði að bregðast fyrr við. „Það hefði verið hægt að afstýra dauða Nóa Hrafns ef það hefði verið gert. Og í því liggja þessi hræðilegu mistök,“ sagði Sigríður í viðtali við Kastljós. Tengdar fréttir „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið var til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og yfirmaður gæðamála á sjúkrahúsinu, telur dauðsfall Nóa Hrafns Karlssonar, vera alvarlegasta atvik sinnar tegundar á Landspítalanum. Hún segir um átta til tólf alvarleg atvik koma upp á ári. Í þættinum fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. „Sérfræðingurinn kom aldrei, sem var svo fáránlegt. Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, eða einhvers staðar þar sem ekki var hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi, en það var aldrei kallað á hann,“ sagði Sigríður Eyrún í viðtali Kastljóss. Gráturinn sem aldrei kom Að lokum kom sérfræðingur og fjarlægði fyrirstöðu í fæðingarvegi. Þá var klukkan rúmlega ellefu að kvöldi til, en Sigríður Eyrún hafði vaknað með hríðarverki klukkan átta um morgunin og í mæðraskrá er fyrsta stig fæðingar sagt hafið tveimur tímum siðar. Eftir að læknir hafði fjarlægt fyrirstöðuna fór hann úr herberginu og bað um að vera látinn vita ef að eitthvað meira gerist, samkvæmt framburði hans. Stuttu seinna, um hálf tólf, voru vaktaskipti á deildinni. Ljósmóðurinni sem þá kom á vakt varð fljótt ljóst að ekki var allt með felldu og fljótlega var kallað á sérfræðing til að aðstoða við fæðinguna. Sérfræðingi tókst eftir sex til sjö tilraunir að koma Nóa Hrafni í heiminn með sogklukku. Karl segir að þá hafi tekið við hálftíma langt ferli þar sem reynt var að blása lífi í drenginn. „Við bíðum alltaf eftir að heyra gráturinn, sem aldrei kemur,“ sagði Karl í Kastljóssþætti kvöldsins. Sigríður fékk að halda á Nóa Hrafni í örskamma stund áður en hann var færður inn á vökudeild. „Og þegar skarinn er farinn með hann inn á vökudeild þá er stofan eins og eftir stríð. Það er allt í blóði og tækjum og við sitjum þarna bara í losti,“ sagði Karl. Nói Hrafn lést fimm dögum seinna á vökudeild landspítalans. Súrefnisskortur sem hann varð fyrir vegna erfiðleika í fæðingunni höfðu leitt til alvarlegs heilaskaða. Að öðru leyti var hann fullkomlega heilbrigður.Landlæknir segir um vanræsklu að ræða Sigríður Eyrún og Karl leituðu til Landlæknis í maí í fyrra og lögðu fram kvörtun vegna andláts Nóa Hrafns. Kvörtunin var í þrettán liðum og tekur meðal annars til vanmats á hættulegum aðstæðum, notkunar á hríðörvandi efnum, óviðeigandi hegðun ljósmæðra í garð foreldranna og að margítrekaðar beiðnir þeirra hafi verið virtar að vettugi. Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í máli Nóa Hrafns auk þess sem hann gagnrýnir framkomu starfsfólk í garð foreldranna harðlega. Í svari spítalans til landlæknis er gengist við mistökunum. Þar er sagt að í fæðingunni hafi að einhverju leyti ekki verið hlustað á foreldrana, skráningu hafi verið ábótavant, sérstaklega hjá læknum, kallað hafi verið seint á lækni og þegar hann kom á staðinn hafi vanmat verið á aðstæðum. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir að öllum beri saman um að þurft hefði að bregðast fyrr við. „Það hefði verið hægt að afstýra dauða Nóa Hrafns ef það hefði verið gert. Og í því liggja þessi hræðilegu mistök,“ sagði Sigríður í viðtali við Kastljós.
Tengdar fréttir „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18