„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 21:34 Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sögðu sögu sína í Kastljósþætti kvöldsins Skjáskot Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið var til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og yfirmaður gæðamála á sjúkrahúsinu, telur dauðsfall Nóa Hrafns Karlssonar, vera alvarlegasta atvik sinnar tegundar á Landspítalanum. Hún segir um átta til tólf alvarleg atvik koma upp á ári. Í þættinum fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. „Sérfræðingurinn kom aldrei, sem var svo fáránlegt. Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, eða einhvers staðar þar sem ekki var hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi, en það var aldrei kallað á hann,“ sagði Sigríður Eyrún í viðtali Kastljóss. Gráturinn sem aldrei kom Að lokum kom sérfræðingur og fjarlægði fyrirstöðu í fæðingarvegi. Þá var klukkan rúmlega ellefu að kvöldi til, en Sigríður Eyrún hafði vaknað með hríðarverki klukkan átta um morgunin og í mæðraskrá er fyrsta stig fæðingar sagt hafið tveimur tímum siðar. Eftir að læknir hafði fjarlægt fyrirstöðuna fór hann úr herberginu og bað um að vera látinn vita ef að eitthvað meira gerist, samkvæmt framburði hans. Stuttu seinna, um hálf tólf, voru vaktaskipti á deildinni. Ljósmóðurinni sem þá kom á vakt varð fljótt ljóst að ekki var allt með felldu og fljótlega var kallað á sérfræðing til að aðstoða við fæðinguna. Sérfræðingi tókst eftir sex til sjö tilraunir að koma Nóa Hrafni í heiminn með sogklukku. Karl segir að þá hafi tekið við hálftíma langt ferli þar sem reynt var að blása lífi í drenginn. „Við bíðum alltaf eftir að heyra gráturinn, sem aldrei kemur,“ sagði Karl í Kastljóssþætti kvöldsins. Sigríður fékk að halda á Nóa Hrafni í örskamma stund áður en hann var færður inn á vökudeild. „Og þegar skarinn er farinn með hann inn á vökudeild þá er stofan eins og eftir stríð. Það er allt í blóði og tækjum og við sitjum þarna bara í losti,“ sagði Karl. Nói Hrafn lést fimm dögum seinna á vökudeild landspítalans. Súrefnisskortur sem hann varð fyrir vegna erfiðleika í fæðingunni höfðu leitt til alvarlegs heilaskaða. Að öðru leyti var hann fullkomlega heilbrigður.Landlæknir segir um vanræsklu að ræða Sigríður Eyrún og Karl leituðu til Landlæknis í maí í fyrra og lögðu fram kvörtun vegna andláts Nóa Hrafns. Kvörtunin var í þrettán liðum og tekur meðal annars til vanmats á hættulegum aðstæðum, notkunar á hríðörvandi efnum, óviðeigandi hegðun ljósmæðra í garð foreldranna og að margítrekaðar beiðnir þeirra hafi verið virtar að vettugi. Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í máli Nóa Hrafns auk þess sem hann gagnrýnir framkomu starfsfólk í garð foreldranna harðlega. Í svari spítalans til landlæknis er gengist við mistökunum. Þar er sagt að í fæðingunni hafi að einhverju leyti ekki verið hlustað á foreldrana, skráningu hafi verið ábótavant, sérstaklega hjá læknum, kallað hafi verið seint á lækni og þegar hann kom á staðinn hafi vanmat verið á aðstæðum. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir að öllum beri saman um að þurft hefði að bregðast fyrr við. „Það hefði verið hægt að afstýra dauða Nóa Hrafns ef það hefði verið gert. Og í því liggja þessi hræðilegu mistök,“ sagði Sigríður í viðtali við Kastljós. Tengdar fréttir „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu sökum mistaka starfsfólks Landspítalans. Málið var til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og yfirmaður gæðamála á sjúkrahúsinu, telur dauðsfall Nóa Hrafns Karlssonar, vera alvarlegasta atvik sinnar tegundar á Landspítalanum. Hún segir um átta til tólf alvarleg atvik koma upp á ári. Í þættinum fóru Sigríður Eyrún og Karl ítarlega yfir fæðinguna og aðdraganda þess að sonur þeirra lést. Þau segjast hafa ítrekað beðið um aðstoð og inngrip við fæðinguna en mætt hrokafullu viðmóti ljósmæðra spítalans. Þau hafi fengið þau svör að sérfræðingur þyrfti að gefa álit sitt á stöðunni en aldrei hafi hann verið kallaður til. „Sérfræðingurinn kom aldrei, sem var svo fáránlegt. Við erum inni á spítala. Það er ekki eins og við höfum verið einhvers staðar uppi í sveit, eða einhvers staðar þar sem ekki var hægt að ná í lækni. Hann var í næsta herbergi, en það var aldrei kallað á hann,“ sagði Sigríður Eyrún í viðtali Kastljóss. Gráturinn sem aldrei kom Að lokum kom sérfræðingur og fjarlægði fyrirstöðu í fæðingarvegi. Þá var klukkan rúmlega ellefu að kvöldi til, en Sigríður Eyrún hafði vaknað með hríðarverki klukkan átta um morgunin og í mæðraskrá er fyrsta stig fæðingar sagt hafið tveimur tímum siðar. Eftir að læknir hafði fjarlægt fyrirstöðuna fór hann úr herberginu og bað um að vera látinn vita ef að eitthvað meira gerist, samkvæmt framburði hans. Stuttu seinna, um hálf tólf, voru vaktaskipti á deildinni. Ljósmóðurinni sem þá kom á vakt varð fljótt ljóst að ekki var allt með felldu og fljótlega var kallað á sérfræðing til að aðstoða við fæðinguna. Sérfræðingi tókst eftir sex til sjö tilraunir að koma Nóa Hrafni í heiminn með sogklukku. Karl segir að þá hafi tekið við hálftíma langt ferli þar sem reynt var að blása lífi í drenginn. „Við bíðum alltaf eftir að heyra gráturinn, sem aldrei kemur,“ sagði Karl í Kastljóssþætti kvöldsins. Sigríður fékk að halda á Nóa Hrafni í örskamma stund áður en hann var færður inn á vökudeild. „Og þegar skarinn er farinn með hann inn á vökudeild þá er stofan eins og eftir stríð. Það er allt í blóði og tækjum og við sitjum þarna bara í losti,“ sagði Karl. Nói Hrafn lést fimm dögum seinna á vökudeild landspítalans. Súrefnisskortur sem hann varð fyrir vegna erfiðleika í fæðingunni höfðu leitt til alvarlegs heilaskaða. Að öðru leyti var hann fullkomlega heilbrigður.Landlæknir segir um vanræsklu að ræða Sigríður Eyrún og Karl leituðu til Landlæknis í maí í fyrra og lögðu fram kvörtun vegna andláts Nóa Hrafns. Kvörtunin var í þrettán liðum og tekur meðal annars til vanmats á hættulegum aðstæðum, notkunar á hríðörvandi efnum, óviðeigandi hegðun ljósmæðra í garð foreldranna og að margítrekaðar beiðnir þeirra hafi verið virtar að vettugi. Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í máli Nóa Hrafns auk þess sem hann gagnrýnir framkomu starfsfólk í garð foreldranna harðlega. Í svari spítalans til landlæknis er gengist við mistökunum. Þar er sagt að í fæðingunni hafi að einhverju leyti ekki verið hlustað á foreldrana, skráningu hafi verið ábótavant, sérstaklega hjá læknum, kallað hafi verið seint á lækni og þegar hann kom á staðinn hafi vanmat verið á aðstæðum. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir að öllum beri saman um að þurft hefði að bregðast fyrr við. „Það hefði verið hægt að afstýra dauða Nóa Hrafns ef það hefði verið gert. Og í því liggja þessi hræðilegu mistök,“ sagði Sigríður í viðtali við Kastljós.
Tengdar fréttir „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18