Fórnarlambið í Tønder-málinu stígur fram: "Vil ekki vera lengur í felum“ Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2016 20:58 Zandra kom fram í þætti á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í kvöld og ræddi þar skelfileg uppvaxtarár sín, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram í fjölmiðlum og ræðir reynslu sína undir nafni. Mynd/TV2 „Hann er dauður í mínum huga. Hann er ekki faðir minn,“ segir Zandra Berthelsen, sem misnotuð var kynferðislega um árabil af föður sínum og fjölda annarra manna í danska bænum Tønder á Suður-Jótlandi. Zandra kom fram í þætti á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í kvöld og ræddi þar skelfileg uppvaxtarár sín, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram í fjölmiðlum undir eigin nafni. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og framkallaði mikla reiði í dönsku samfélagi, þegar upp komst að maður í Tønder hafði misnotað dætur sínar tvær um árabil. Hann hafði undir það síðasta einnig selt mönnum aðgang að tíu og ellefu ára dætrum sínum sem greiddu fyrir með pítsum, áfengi og smápeningum. Tønder-málið er líklegast umtalaðasta mál sinnar tegundar í Danmörku. Zandra hefur áður rætt við fjölmiðla, meðal annars Politiken, en þá ávallt undir dulnefni. Í þættinum sem sýndur var í kvöld var fylgst með hinni 22 ára Zöndru, meðal annars þar sem hún liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt mikið magn lyfja í tilraun til að svipta sér lífi. Í frétt TV2 segir að hún hafi margoft reynt að fyrirfara sér, stundum til að kalla á hjálp og stundum til að mótmæla skorti á meðferðarúrræðum fyrir fólk í hennar stöðu.Var ellefu ára þegar málið komst uppZandra hefur verið þekkt sem stúlkan í Tønder-málinu allt frá því að upp komst um málið árið 2005 þegar hún var ellefu ára gömul. Gestur á heimili fjölskyldunnar hafði þá tekið eftir að ekki væri allt með felldu og tilkynnti málið til lögreglu. Fréttamaður TV2 ræðir við Zöndru.Mynd/TV2Móðir Zöndru vissi af árásunum en greip aldrei inn í. Félagsmálayfirvöldum var einnig kunnugt um að systurnar byggju við bágar aðstæður, en gripu heldur ekki inn í. „Það var niðurlægjandi að þurfa að standa nakin fyrir framan ókunnugt fólk og gera með þeim hluti sin voru mjög óþægilegir og sársaukafullir,“ segir Zandra í samtali við TV2.Finnur þörf á að segja sína söguZandra er nú 22 ára gömul og segist hafa þörf fyrir því að koma fram og segja sína sögu. Fyrri þátturinn af tveimur var sýndur á TV2 í kvöld. Umsjónarmaður þáttarins, Anders Lomholt, segir að hann hafi ritað henni bréf í febrúar síðastliðinn og í kjölfarið samþykkti hún að taka þátt við gerð þáttanna. „Ég vil gjarnan segja frá því hvernig þetta var þegar ég var lítil og hvernig þeir atburðir hafa haft áhrif á mig alla tíð síðan. […] Maður finnur fyrir mikilli skömm þegar maður verður fyrir einhverju svona. En ég vil segja öllum þeim ungmennum sem hafa orðið fyrir slíku, að þau eiga ekki að skammast sín.“Greind með geðrofÞegar Zandra bauðst til að hitta Lomholt dvaldi hún á lokaðri geðdeild, en í frétt TV2 segir að reglulega komi tímabíl í lífi hennar þar sem hún þurfi að vera í öruggu umhverfi, þar sem henni eru gefin lyf og matur og aðgangur að heilbrigðisstarfsstarfsfólki sé tryggður. Eftir fjögurra mánaða dvöl á geðdeild gat hún flutt aftur í eigin íbúð. „Ég hef það gott núna. Ég hef verið greind með geðrof og er nú betur í stakk búin að takast á við niðursveiflurnar. [...] Ég vil ekki vera í felum lengur. Ég vil bara vera heiðarleg. Ég á ekki að þurfa að fela neitt. Það er ekki mér að kenna að ég hafi verið misnotuð þegar ég var lítil,“ segir Zandra.Hlaut tíu ára dómFaðir Zöndru var árið 2007 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir brotin. Móðir hennar hlaut einnig dóm, en alls hafa sextán manns hlotið dóma í tengslum við Tønder-málið svokallaða. Zandra er ekki í neinum samskiptum við foreldra sína í dag. Í þætti TV2 kemur fram að hún stundi nú nám og vonast til að útskrifast sem student næsta sumar.Foreldrar Zöndru.Mynd/TV2 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
„Hann er dauður í mínum huga. Hann er ekki faðir minn,“ segir Zandra Berthelsen, sem misnotuð var kynferðislega um árabil af föður sínum og fjölda annarra manna í danska bænum Tønder á Suður-Jótlandi. Zandra kom fram í þætti á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í kvöld og ræddi þar skelfileg uppvaxtarár sín, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram í fjölmiðlum undir eigin nafni. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og framkallaði mikla reiði í dönsku samfélagi, þegar upp komst að maður í Tønder hafði misnotað dætur sínar tvær um árabil. Hann hafði undir það síðasta einnig selt mönnum aðgang að tíu og ellefu ára dætrum sínum sem greiddu fyrir með pítsum, áfengi og smápeningum. Tønder-málið er líklegast umtalaðasta mál sinnar tegundar í Danmörku. Zandra hefur áður rætt við fjölmiðla, meðal annars Politiken, en þá ávallt undir dulnefni. Í þættinum sem sýndur var í kvöld var fylgst með hinni 22 ára Zöndru, meðal annars þar sem hún liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt mikið magn lyfja í tilraun til að svipta sér lífi. Í frétt TV2 segir að hún hafi margoft reynt að fyrirfara sér, stundum til að kalla á hjálp og stundum til að mótmæla skorti á meðferðarúrræðum fyrir fólk í hennar stöðu.Var ellefu ára þegar málið komst uppZandra hefur verið þekkt sem stúlkan í Tønder-málinu allt frá því að upp komst um málið árið 2005 þegar hún var ellefu ára gömul. Gestur á heimili fjölskyldunnar hafði þá tekið eftir að ekki væri allt með felldu og tilkynnti málið til lögreglu. Fréttamaður TV2 ræðir við Zöndru.Mynd/TV2Móðir Zöndru vissi af árásunum en greip aldrei inn í. Félagsmálayfirvöldum var einnig kunnugt um að systurnar byggju við bágar aðstæður, en gripu heldur ekki inn í. „Það var niðurlægjandi að þurfa að standa nakin fyrir framan ókunnugt fólk og gera með þeim hluti sin voru mjög óþægilegir og sársaukafullir,“ segir Zandra í samtali við TV2.Finnur þörf á að segja sína söguZandra er nú 22 ára gömul og segist hafa þörf fyrir því að koma fram og segja sína sögu. Fyrri þátturinn af tveimur var sýndur á TV2 í kvöld. Umsjónarmaður þáttarins, Anders Lomholt, segir að hann hafi ritað henni bréf í febrúar síðastliðinn og í kjölfarið samþykkti hún að taka þátt við gerð þáttanna. „Ég vil gjarnan segja frá því hvernig þetta var þegar ég var lítil og hvernig þeir atburðir hafa haft áhrif á mig alla tíð síðan. […] Maður finnur fyrir mikilli skömm þegar maður verður fyrir einhverju svona. En ég vil segja öllum þeim ungmennum sem hafa orðið fyrir slíku, að þau eiga ekki að skammast sín.“Greind með geðrofÞegar Zandra bauðst til að hitta Lomholt dvaldi hún á lokaðri geðdeild, en í frétt TV2 segir að reglulega komi tímabíl í lífi hennar þar sem hún þurfi að vera í öruggu umhverfi, þar sem henni eru gefin lyf og matur og aðgangur að heilbrigðisstarfsstarfsfólki sé tryggður. Eftir fjögurra mánaða dvöl á geðdeild gat hún flutt aftur í eigin íbúð. „Ég hef það gott núna. Ég hef verið greind með geðrof og er nú betur í stakk búin að takast á við niðursveiflurnar. [...] Ég vil ekki vera í felum lengur. Ég vil bara vera heiðarleg. Ég á ekki að þurfa að fela neitt. Það er ekki mér að kenna að ég hafi verið misnotuð þegar ég var lítil,“ segir Zandra.Hlaut tíu ára dómFaðir Zöndru var árið 2007 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir brotin. Móðir hennar hlaut einnig dóm, en alls hafa sextán manns hlotið dóma í tengslum við Tønder-málið svokallaða. Zandra er ekki í neinum samskiptum við foreldra sína í dag. Í þætti TV2 kemur fram að hún stundi nú nám og vonast til að útskrifast sem student næsta sumar.Foreldrar Zöndru.Mynd/TV2
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira