Átökin í Mosúl hafa harðnað Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Írakskir hermenn komnir til Gogjali, eins úthverfis Mosúlborgar. Nordicphotos/AFP Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Írakskar hersveitir héldu inn í fleiri hverfi austan til í borginni Mosúl í gær og mættu harðri mótspyrnu frá liðsmönnum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki. Stjórnarherinn hefur nú í meira en hálfan mánuð reynt ásamt hersveitum Kúrda og sjía-múslima að ná borginni úr höndum Daish. Óttast er að átökin verði langvinn og muni bitna illa á almennum borgurum í þessari næstfjölmennustu borg Íraks. Daish-samtökin náðu borginni á sitt vald sumarið 2014 og hafa haldið þar uppi ógnarstjórn allar götur síðan, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi. Það var í Mosúl sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Daish, lýsti yfir stofnun kalífadæmis sem átti að ná til umráðasvæðis samtakanna í Sýrlandi og Írak. Ekkert er vitað hvar Baghdadi er nú niðurkominn, en fyrir nokkrum dögum bitist frá honum yfirlýsing þar sem hann hvatti félaga sína til að berjast áfram í Mosúl þar til yfir lýkur. Uppgjöf komi ekki til greina. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að Daish-menn gangi nú milli húsa og krefjist þess að ungir drengir, allt niður í níu ára aldur, yfirgefi fjölskyldur sínar til að berjast. Þá hafa vígasveitirnar notað almenna borgara til að verjast árásum. Þannig hafi íbúum í þorpi sunnan Mosúl verið skipað að halda norður til borgarinnar, þar sem búast má við loftárásum. Talið er að rúmlega fimm þúsund Daish-liðar hafi verið í borginni þegar innrásin hófst þann 17. október. Í borginni býr hins vegar enn líklega allt að ein og hálf milljón manns, sem alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök segja í mikilli hættu vegna átakanna. Hátt í tuttugu þúsund manns hefur tekist að flýja átökin og komist í flóttamannabúðir handan átakasvæðanna. Margir þessara flóttamanna hafa sagt hryllilegar sögur af framferði Daish-liða. Þannig skýrir bandaríska fréttastöðin CNN frá litlum dreng sem missti fjölskyldu sína þegar Daish-menn skipuðu íbúum þorpsins að ganga með hvíta fána í áttina að írökskum hersveitum. Þegar fólkið var farið að nálgast skutu Daish-menn á það, en hjálparstarfsmenn telja að drengurinn hafi hugsanlega sloppið við skothríðina vegna þess hve lágvaxinn hann er.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35 Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50 UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ráðast inn í al-Zahra héraðið í Mosul Írakski herinn hefur ráðist inn í nýjan hluta Mosul. Um er að ræða al-Zahra héraðið í austur hluta borgarinnar. 4. nóvember 2016 16:35
Telja að al-Baghdadi hafi flúið frá Mosúl Utanríkisráðherra Bretlands greindi breskum þingmönnum frá því í gær að leyniþjónustan telji leiðtoga ISIS-samtakanna hafa "yfirgefið svæðið“. 4. nóvember 2016 10:50
UN Women stendur fyrir neyðarsöfnun fyrir konur og börn í Mosul UN Women á Íslandi hefur stofnað til sms- neyðarsöfnunar til styrktar kvenna og barna sem búa við bág kjör í borginni Mosul í Írak. 4. nóvember 2016 11:50