Fundu lík Emilie í stöðuvatni um fimm mánuðum eftir að hún hvarf Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2016 10:51 Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Mynd/Missing People Denmark Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira