Fundu lík Emilie í stöðuvatni um fimm mánuðum eftir að hún hvarf Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2016 10:51 Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Mynd/Missing People Denmark Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie Meng er komin á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Emilie hafði verið saknað síðan í júlí síðastliðinn. Við köfun hefur lögregla einnig fundið hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Ekki er þó ljóst að svo stöddu hvort að hnífurinn hafi verið notaður við morðið. Lögregla á Suður-Sjálandi og Lálandi og Falstri hefur unnið hörðum höndum að því að rannsaka vettvang þar sem líkið fannst á meðan aðrir hafa unnið að yfirheyrslum og að vinna úr ábendingum frá almenningi. Í frétt VG segir að danska lögreglan hafi við rannsókn unnið út frá tveimur kenningum – að slys hafi átt sér stað eða þá að glæpur hafi verið framinn. Nú liggur loks fyrir að Emilie hafi verið ráðinn bani. Lögreglumaðurinn Søren Ravn-Nielsen segir að fjöldi nýrra vísbendinga hafi komið inn á borð lögreglu á síðustu dögum.Var fótgangandi á leið heim til foreldrannaRúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því að Emilie kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla hefur við leitina að Emilie notast við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega. Lögregla var fljótt kölluð á staðinn.Fannst við Regnmarks BakkeHaft er eftir lögreglumanninum Kim Kliver að líkfundurinn opni á fjölda nýrra möguleika við rannsókn málsins. „Nú vitum við að Emilie fannst langt frá heimili sínu,“ segir Kliver í yfirlýsingu og rannsakar lögregla nú manneskjur sem eiga að hafa haft ástæðu til að vera á umræddu svæði á þeim tíma þegar Emilie var myrt. Þannig hafa forsvarsmenn nálægs tjaldsvæðis verið beðnir um að afhenda lögreglu lista yfir þá sem tjölduðu þar á þeim tíma sem Emilie hvarf. Hraðbraut liggur nærri stöðuvatninu sem þýðir að tilviljun ein kann að hafa ráðið því að henni var komið fyrir í stöðuvatninu. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent