Ivan Bubalo skoraði bæði mörk Fram í 2-1 sigri á HK á Laugardalsvellinum í 19. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.
Með sigrinum eru Frammarar nánast búnir að bjarga sér frá falli. Fram er nú með 25 stig í 7. sæti deildarinnar, átta stigum frá fallsæti.
HK er hins vegar í vondum málum eftir þrjá tapleiki í röð. Liðið er í 10. sæti með 18 stig en gæti dottið niður í fallsæti ef Fjarðabyggð nær í stig á móti Grindavík á laugardaginn.
Bubalo kom Fram yfir á 20. mínútu og níu mínútum síðar bætti hann öðru marki við með glæsilegu skoti af löngu færi. Bubalo er nú kominn með níu mörk í Inkasso-deildinni í sumar.
Staðan var 2-0 í hálfleik og allt fram á 71. mínútu þegar HK fékk vítaspyrnu. Hákon Ingi Jónsson fór á punktinn og skoraði sitt tólfta mark í sumar en hann er markahæstur í Inkasso-deildinni.
Nær komust HK-ingar þó ekki og Fram fagnaði þremur stigum og líklega áframhaldandi veru í Inkasso-deildinni.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fram nánast sloppið við fall | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti
