Breiðablik lyfti sér upp í 2. sæti riðils 2 í Lengjubikar karla í fótbolta með 1-2 sigri á Fjarðabyggð fyrir austan í dag.
Blikar eru nú komnir með sex stig eftir þrjá leiki, einu minna en topplið Fylkis. Fjarðabyggð er hins vegar án stiga í botnsæti riðilsins.
Höskuldur Gunnlaugsson kom Breiðabliki yfir á 43. mínútu og 10 mínútum seinna jók trínidadíski framherjinn Jonathan Glenn muninn í 0-2.
Oumaro Coulibaly minnkaði muninn í 1-2 á 61. mínútu en nær komust leikmenn Fjarðabyggðar ekki. Lokatölur 1-2, Breiðabliki í vil.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Höskuldur og Glenn tryggðu Blikum sigur fyrir austan

Tengdar fréttir

Markaleysi í Lengjubikarnum
Það var lítið skorað í síðustu leikjum dagsins í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta.

Ótrúleg endurkoma hjá Haukum
Haukar komu til baka og náðu í stig eftir að hafa lent 3-0 undir gegn ÍA í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag.

Stjarnan áfram með fullt hús stiga í Lengjubikarnum | Sjáðu mörkin
Stjarnan vann 3-1 sigur á ÍBV en Kassim Doumbia skoraði eina markið þegar FH sótti Leikni F. heim.