Napóleon fótboltans leggur England að fótum sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2016 06:00 Zlatan fagnar með Jesse Lingard sem virðist hálf smeykur við Svíann. vísir/getty „Margir spila á sama staðnum allan ferilinn. En ég hef ferðast um eins og Napóleon og komið, séð og sigrað alls staðar þar sem ég hef drepið niður fæti." Það eru ekki margir fótboltamenn sem hafa hugmyndaflug til að líkja sér við Napóleon Bónaparte. En Zlatan Ibrahimovic er ekki eins og flestir fótboltamenn. Raunar á hann sér engan líkan. Eftir að hafa orðið franskur meistari fjórða árið í röð með Paris Saint-Germain og skorað 38 mörk í 31 deildarleik ákvað Zlatan að endurnýja kynnin við José Mourinho hjá Manchester United. Þetta var stórt skref fyrir Svíann, að reyna sig í erfiðustu deild í heimi 35 ára að aldri.Zlatan slapp með gult spjald fyrir að fara harkalega í Craig Dawson, varnarmann West Brom.vísir/gettyTekur slaginn Aldurinn virðist engin fyrirstaða fyrir Zlatan sem hefur aðeins misst af einum deildarleik í vetur. Markvörðurinn David De Gea er eini leikmaður United sem hefur spilað fleiri mínútur en Zlatan í deildinni. Maðurinn er augljóslega í frábæru formi og heldur sér vel við. Svo hentar enska úrvalsdeildin Zlatan vel. Hann virðist njóta þess að kljást við líkamlega sterka miðverði deildarinnar, enda mikill að burðum. Strax í leiknum um Samfélagsskjöldinn sýndi Zlatan að hann var tilbúinn fyrir enska boltann, þegar hann skoraði sigurmark United eftir að hafa sigrað Wes Morgan, fyrirliða Leicester, í háloftabardaga. Tölfræðin talar líka sínu máli. Enginn leikmaður hefur brotið oftar af sér í ensku úrvalsdeildinni í vetur og Zlatan (38) og gulu spjöldin eru orðin fimm talsins. Það hljómar e.t.v. kjánalega að hrósa manni fyrir að brjóta af sér og fá spjöld en það sýnir að Zlatan er meira en tilbúinn í líkamlega baráttu. Það þarf ekki að koma á óvart að Zlatan æfir bardagaíþróttir til að halda sér í formi.Zlatan er kominn með 16 mörk í öllum keppnum í vetur.vísir/gettyTíu mörk í níu leikjum Mikilvægast af öllu er þó að Zlatan er búinn að skora 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni vetur, jafn mörg og markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili, Anthony Martial, gerði. Eftir þurrkatíð frá miðjum september og fram í byrjun nóvember, þar sem Zlatan skoraði aðeins eitt mark í 11 leikjum, hefur Svíinn verið sjóðheitur að undanförnu. Í síðustu níu leikjum hefur hann skorað 10 mörk, þar af tvö gegn West Brom í fyrradag. Sóknarleikurinn var vandamál United á síðasta tímabili enda skoraði liðið aðeins 49 mörk í deildinni. Eftir 17 umferðir í ár eru mörkin orðin 24. Það er s.s. ekkert tilefni til að skála - sex lið hafa skorað fleiri mörk en United á tímabilinu - en sókn United er mun beittari en á síðasta tímabili. Liðið er minna með boltann en í fyrra (54,6% á móti 55,9%) en fleiri heppnaðar sendingar (84,4% gegn 82,3%). Skot að meðaltali í leik í ár eru líka mun fleiri, 15,9 gegn 11,3 í fyrra. Þar munar miklu um Zlatan en enginn leikmaður í deildinni hefur skotið oftar að marki í vetur en hann (74). Næsti maður, Sergio Agüero, er með 61 skot.Miðverðir ensku úrvalsdeildarinnar eiga fullt í fangi með að reyna að hemja Zlatan.vísir/gettyStór persónuleiki Svíinn hefur líka komið með ákveðið viðhorf og sigurhugsun inn í hálf persónuleikalaust lið United. Hann er mjög meðvitaður um eigin gæði og kann manna best á sviðsljósið. „Hann er stór persónuleiki sem hefur áhrif á alla í kringum sig. Fyrst í stað vissi maður ekki alveg við hverju maður átti að búast en hann er sérstakur náungi, innan sem utan vallar," sagði Andy Cole, fyrrverandi framherji United, um Zlatan eftir leikinn gegn West Brom. Cole ætti að þekkja stóra persónuleika enda lék hann með Eric Cantona, manninum sem byrjað var að líkja Zlatan við áður en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið.Eric Cantona vann fjóra Englandsmeistaratitla á fimm árum hjá Man Utd.vísir/gettyLíkindi með Cantona Báðir komu þeir Zlatan og Cantona til United þegar félagið var hjálpar þurfi. Þegar Cantona mætti á Old Trafford síðla árs 1992 hafði United ekki unnið enska meistaratitilinn í 25 ár. Þegar hann kvaddi United og fótboltann vorið 1997 var félagið fjórum meistaratitlum ríkari. Búist er við því að Zlatan fari frá United vorið 2018 svo hann mun ekki kveðja eins og Cantona. En Svíinn ætlar sér að vinna enska meistaratitilinn með United og hann er vanur að standa við stóru orðin. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
„Margir spila á sama staðnum allan ferilinn. En ég hef ferðast um eins og Napóleon og komið, séð og sigrað alls staðar þar sem ég hef drepið niður fæti." Það eru ekki margir fótboltamenn sem hafa hugmyndaflug til að líkja sér við Napóleon Bónaparte. En Zlatan Ibrahimovic er ekki eins og flestir fótboltamenn. Raunar á hann sér engan líkan. Eftir að hafa orðið franskur meistari fjórða árið í röð með Paris Saint-Germain og skorað 38 mörk í 31 deildarleik ákvað Zlatan að endurnýja kynnin við José Mourinho hjá Manchester United. Þetta var stórt skref fyrir Svíann, að reyna sig í erfiðustu deild í heimi 35 ára að aldri.Zlatan slapp með gult spjald fyrir að fara harkalega í Craig Dawson, varnarmann West Brom.vísir/gettyTekur slaginn Aldurinn virðist engin fyrirstaða fyrir Zlatan sem hefur aðeins misst af einum deildarleik í vetur. Markvörðurinn David De Gea er eini leikmaður United sem hefur spilað fleiri mínútur en Zlatan í deildinni. Maðurinn er augljóslega í frábæru formi og heldur sér vel við. Svo hentar enska úrvalsdeildin Zlatan vel. Hann virðist njóta þess að kljást við líkamlega sterka miðverði deildarinnar, enda mikill að burðum. Strax í leiknum um Samfélagsskjöldinn sýndi Zlatan að hann var tilbúinn fyrir enska boltann, þegar hann skoraði sigurmark United eftir að hafa sigrað Wes Morgan, fyrirliða Leicester, í háloftabardaga. Tölfræðin talar líka sínu máli. Enginn leikmaður hefur brotið oftar af sér í ensku úrvalsdeildinni í vetur og Zlatan (38) og gulu spjöldin eru orðin fimm talsins. Það hljómar e.t.v. kjánalega að hrósa manni fyrir að brjóta af sér og fá spjöld en það sýnir að Zlatan er meira en tilbúinn í líkamlega baráttu. Það þarf ekki að koma á óvart að Zlatan æfir bardagaíþróttir til að halda sér í formi.Zlatan er kominn með 16 mörk í öllum keppnum í vetur.vísir/gettyTíu mörk í níu leikjum Mikilvægast af öllu er þó að Zlatan er búinn að skora 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni vetur, jafn mörg og markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili, Anthony Martial, gerði. Eftir þurrkatíð frá miðjum september og fram í byrjun nóvember, þar sem Zlatan skoraði aðeins eitt mark í 11 leikjum, hefur Svíinn verið sjóðheitur að undanförnu. Í síðustu níu leikjum hefur hann skorað 10 mörk, þar af tvö gegn West Brom í fyrradag. Sóknarleikurinn var vandamál United á síðasta tímabili enda skoraði liðið aðeins 49 mörk í deildinni. Eftir 17 umferðir í ár eru mörkin orðin 24. Það er s.s. ekkert tilefni til að skála - sex lið hafa skorað fleiri mörk en United á tímabilinu - en sókn United er mun beittari en á síðasta tímabili. Liðið er minna með boltann en í fyrra (54,6% á móti 55,9%) en fleiri heppnaðar sendingar (84,4% gegn 82,3%). Skot að meðaltali í leik í ár eru líka mun fleiri, 15,9 gegn 11,3 í fyrra. Þar munar miklu um Zlatan en enginn leikmaður í deildinni hefur skotið oftar að marki í vetur en hann (74). Næsti maður, Sergio Agüero, er með 61 skot.Miðverðir ensku úrvalsdeildarinnar eiga fullt í fangi með að reyna að hemja Zlatan.vísir/gettyStór persónuleiki Svíinn hefur líka komið með ákveðið viðhorf og sigurhugsun inn í hálf persónuleikalaust lið United. Hann er mjög meðvitaður um eigin gæði og kann manna best á sviðsljósið. „Hann er stór persónuleiki sem hefur áhrif á alla í kringum sig. Fyrst í stað vissi maður ekki alveg við hverju maður átti að búast en hann er sérstakur náungi, innan sem utan vallar," sagði Andy Cole, fyrrverandi framherji United, um Zlatan eftir leikinn gegn West Brom. Cole ætti að þekkja stóra persónuleika enda lék hann með Eric Cantona, manninum sem byrjað var að líkja Zlatan við áður en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið.Eric Cantona vann fjóra Englandsmeistaratitla á fimm árum hjá Man Utd.vísir/gettyLíkindi með Cantona Báðir komu þeir Zlatan og Cantona til United þegar félagið var hjálpar þurfi. Þegar Cantona mætti á Old Trafford síðla árs 1992 hafði United ekki unnið enska meistaratitilinn í 25 ár. Þegar hann kvaddi United og fótboltann vorið 1997 var félagið fjórum meistaratitlum ríkari. Búist er við því að Zlatan fari frá United vorið 2018 svo hann mun ekki kveðja eins og Cantona. En Svíinn ætlar sér að vinna enska meistaratitilinn með United og hann er vanur að standa við stóru orðin.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira