Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2016 13:15 Berglind Ásgeirsdóttir er sendiherra Íslands í Frakklandi. vísir Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Fólk var þar samankomið til þess að halda upp á Bastilludaginn. „Fólk er hálf lamað af sorg. Ég held að líka að það sem fái enn meira á fólk sé að það eru börn á meðal látinna og það er talað um að það séu yfir 50 börn á sjúkrahúsi,“ segir Berglind en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Árásin í Nice sé þriðja hryðjuverkaárásin í Frakklandi á einu og hálfu ári. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum.Víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn Berglind segir enga sérstaka skýringu vera á því að Frakkar verði meira fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum en aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er náttúrulega víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn. Nú hefur verið aukið eftirlit mjög víða og í gær til að mynda þá tók ég eftir því að það voru 11.500 lögreglumenn við störf í París einmitt til að tryggja öryggi.“ Aflétta átti sérstökum neyðarlögum vegna hryðjuverkaógnar í Frakklandi síðar í mánuðinum en þau verða nú í gildi í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. Berglind segir að þau skerði frelsi fólks en um leið sé verið að tryggja öryggi. Aðspurð hvort hún haldi að árásin hafi áhrif á stjórnmálalífið í Frakklandi, til dæmis hvað varðar uppgang hægri öfgaflokka segir hún að svo geti verið.Hafi þau áhrif að fólk fari varlegar „En ég held að fyrst og fremst hafi þetta þau áhrif að fólk fari varlegar. Það forðast almenningssamgöngur, það vill síður láta börnin sín vera úti að leika. Þetta voru viðbrögðin við hryðjuverkunum í fyrra en svo jafnar fólk sig svo það er alveg ómögulegt að segja hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Berglind. Hún bendir jafnframt á að þetta gerist í Nice sem sé mikil ferðamannaborg en milljónir ferðamanna koma árlega til borgarinnar. „Það er staðreynd að það komu mun færri ferðamenn til Parísar í kjölfar hryðjuverkanna en ég held að Suður-Frakkland hafi áfram notið mikilla vinsælda en nú er fólk skelfingu lostið þar. Það eru auðvitað margir Íslendingar núna sem voru í Nice fyrir hálfum mánuði í tengslum við knattspyrnuna sem hafa gengið þessa götu og séð hversu stórkostlegur staður þetta er og að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt.“ Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43 Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Fólk var þar samankomið til þess að halda upp á Bastilludaginn. „Fólk er hálf lamað af sorg. Ég held að líka að það sem fái enn meira á fólk sé að það eru börn á meðal látinna og það er talað um að það séu yfir 50 börn á sjúkrahúsi,“ segir Berglind en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Árásin í Nice sé þriðja hryðjuverkaárásin í Frakklandi á einu og hálfu ári. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum.Víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn Berglind segir enga sérstaka skýringu vera á því að Frakkar verði meira fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum en aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er náttúrulega víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn. Nú hefur verið aukið eftirlit mjög víða og í gær til að mynda þá tók ég eftir því að það voru 11.500 lögreglumenn við störf í París einmitt til að tryggja öryggi.“ Aflétta átti sérstökum neyðarlögum vegna hryðjuverkaógnar í Frakklandi síðar í mánuðinum en þau verða nú í gildi í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. Berglind segir að þau skerði frelsi fólks en um leið sé verið að tryggja öryggi. Aðspurð hvort hún haldi að árásin hafi áhrif á stjórnmálalífið í Frakklandi, til dæmis hvað varðar uppgang hægri öfgaflokka segir hún að svo geti verið.Hafi þau áhrif að fólk fari varlegar „En ég held að fyrst og fremst hafi þetta þau áhrif að fólk fari varlegar. Það forðast almenningssamgöngur, það vill síður láta börnin sín vera úti að leika. Þetta voru viðbrögðin við hryðjuverkunum í fyrra en svo jafnar fólk sig svo það er alveg ómögulegt að segja hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Berglind. Hún bendir jafnframt á að þetta gerist í Nice sem sé mikil ferðamannaborg en milljónir ferðamanna koma árlega til borgarinnar. „Það er staðreynd að það komu mun færri ferðamenn til Parísar í kjölfar hryðjuverkanna en ég held að Suður-Frakkland hafi áfram notið mikilla vinsælda en nú er fólk skelfingu lostið þar. Það eru auðvitað margir Íslendingar núna sem voru í Nice fyrir hálfum mánuði í tengslum við knattspyrnuna sem hafa gengið þessa götu og séð hversu stórkostlegur staður þetta er og að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt.“
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43 Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43
Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16
Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31