Juncker kynnir loforðalistann sinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. september 2016 07:00 Jean-Claude Juncker flutti árlega stefnuræðu sína á þingi Evrópusambandsins í gær. Á morgun hittir hann leiðtoga aðildarríkjanna á fundi í Bratislava. vísir/epa Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, flutti hina árlegu stefnuræðu sína í þingsal Evrópusambandsins í Strassborg í gær. Þar fór hann yfir þær breytingar, sem hann telur helst þurfa að gera á starfsemi Evrópusambandsins á næstunni. Ræðan var að meginuppistöðu langur listi yfir loforð og hugmyndir um breytingar sem gera þurfi í ljósi þeirra erfiðleika sem sambandið stendur nú frammi fyrir. Hann hóf mál sitt með því að segja að ástandið væri langt frá því gott. Satt að segja myndi hann ekki eftir því að aðildarríkin hafi áður átt jafn erfitt með að starfa saman. „Aldrei áður hef ég heyrt svo marga leiðtoga tala aðeins um innanríkisvandamál sín, en minnast aðeins á Evrópusambandið í framhjáhlaupi, eða jafnvel alls ekki,“ sagði hann. „Aldrei hef ég séð stjórnir aðildarríkjanna jafn veiklaðar af völdum lýðskrumsafla og lamaðar vegna hættunnar á ósigri í næstu kosningum.“ Hann sagði Evrópusambandið standa frammi fyrir mörgum erfiðum verkefnum, og nefndi þar mikið atvinnuleysi, félagslegt ójafnræði, og gífurlega skuldabyrði. Einnig verði hægara sagt en gert að aðlaga flóttafólk samfélaginu, auk þess sem ýmsar hættur steðji að bæði heima fyrir og utan Evrópu. Nú þurfi Evrópusambandið að taka sig saman í andlitinu, og þá með því að að leiðtogar þess taki til hendinni: „Er þetta ekki rétti tíminn til að bretta upp ermarnar og tvöfalda eða þrefalda viðleitni okkar til verka?“ Meðal annars segir Juncker mikilvægt að hrinda sem fyrst í framkvæmd hugmyndum um sameiginlegan herafla Evrópusambandsins. Byrjað verði á að koma upp sameiginlegum höfuðstöðvum til að samhæfa hernaðaraðgerðir aðildarríkjanna. Hann tók þó fram að Evrópusambandið væri ekki sambandsríki Evrópu: „Evrópusambandið okkar er miklu flóknara en svo. Það væru mistök að líta fram hjá þessum flókna veruleika þannig að við fyndum ekki réttu lausnirnar.“ Evrópusambandið sé einungis starfhæft ef allar stofnanir þess og aðildarríkin stefni í sömu átt. „Evrópubúar vilja áþreifanlegar lausnir á þeim vandamálum sem við er að etja,“ sagði hann. „Þeir vilja meira en loforð, ályktanir og niðurstöður leiðtogafunda. Þeir hafa heyrt þær og séð of oft.“ Juncker varaði fólk þó við því að búast við of miklu af forystu Evrópusambandsins: „Við eigum að átta okkur á því að við getum ekki leyst öll okkar vandamál með einni ræðunni enn. Eða með einum leiðtogafundi til viðbótar.“ Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, var í salnum og hristi bara hausinn: „Þið hafið ekkert lært af úrsögn Bretlands.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Juncker vill sameiginlegan her og ókeypis þráðlaust net fyrir alla Jean-Claude Juncker fór yfir víðan völl í ræðu sinni í Evrópuþinginu í morgun þar sem hann fór yfir stöðu sambandsins. 14. september 2016 10:10 Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, flutti hina árlegu stefnuræðu sína í þingsal Evrópusambandsins í Strassborg í gær. Þar fór hann yfir þær breytingar, sem hann telur helst þurfa að gera á starfsemi Evrópusambandsins á næstunni. Ræðan var að meginuppistöðu langur listi yfir loforð og hugmyndir um breytingar sem gera þurfi í ljósi þeirra erfiðleika sem sambandið stendur nú frammi fyrir. Hann hóf mál sitt með því að segja að ástandið væri langt frá því gott. Satt að segja myndi hann ekki eftir því að aðildarríkin hafi áður átt jafn erfitt með að starfa saman. „Aldrei áður hef ég heyrt svo marga leiðtoga tala aðeins um innanríkisvandamál sín, en minnast aðeins á Evrópusambandið í framhjáhlaupi, eða jafnvel alls ekki,“ sagði hann. „Aldrei hef ég séð stjórnir aðildarríkjanna jafn veiklaðar af völdum lýðskrumsafla og lamaðar vegna hættunnar á ósigri í næstu kosningum.“ Hann sagði Evrópusambandið standa frammi fyrir mörgum erfiðum verkefnum, og nefndi þar mikið atvinnuleysi, félagslegt ójafnræði, og gífurlega skuldabyrði. Einnig verði hægara sagt en gert að aðlaga flóttafólk samfélaginu, auk þess sem ýmsar hættur steðji að bæði heima fyrir og utan Evrópu. Nú þurfi Evrópusambandið að taka sig saman í andlitinu, og þá með því að að leiðtogar þess taki til hendinni: „Er þetta ekki rétti tíminn til að bretta upp ermarnar og tvöfalda eða þrefalda viðleitni okkar til verka?“ Meðal annars segir Juncker mikilvægt að hrinda sem fyrst í framkvæmd hugmyndum um sameiginlegan herafla Evrópusambandsins. Byrjað verði á að koma upp sameiginlegum höfuðstöðvum til að samhæfa hernaðaraðgerðir aðildarríkjanna. Hann tók þó fram að Evrópusambandið væri ekki sambandsríki Evrópu: „Evrópusambandið okkar er miklu flóknara en svo. Það væru mistök að líta fram hjá þessum flókna veruleika þannig að við fyndum ekki réttu lausnirnar.“ Evrópusambandið sé einungis starfhæft ef allar stofnanir þess og aðildarríkin stefni í sömu átt. „Evrópubúar vilja áþreifanlegar lausnir á þeim vandamálum sem við er að etja,“ sagði hann. „Þeir vilja meira en loforð, ályktanir og niðurstöður leiðtogafunda. Þeir hafa heyrt þær og séð of oft.“ Juncker varaði fólk þó við því að búast við of miklu af forystu Evrópusambandsins: „Við eigum að átta okkur á því að við getum ekki leyst öll okkar vandamál með einni ræðunni enn. Eða með einum leiðtogafundi til viðbótar.“ Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, var í salnum og hristi bara hausinn: „Þið hafið ekkert lært af úrsögn Bretlands.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Juncker vill sameiginlegan her og ókeypis þráðlaust net fyrir alla Jean-Claude Juncker fór yfir víðan völl í ræðu sinni í Evrópuþinginu í morgun þar sem hann fór yfir stöðu sambandsins. 14. september 2016 10:10 Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Juncker vill sameiginlegan her og ókeypis þráðlaust net fyrir alla Jean-Claude Juncker fór yfir víðan völl í ræðu sinni í Evrópuþinginu í morgun þar sem hann fór yfir stöðu sambandsins. 14. september 2016 10:10
Juncker gagnrýnir „sorglegar hetjur“ Brexit Forseti framkvæmdastjórnar ESB sendir Boris Johnson og Nigel Farage tóninn. 5. júlí 2016 12:38