Birgitta skorar á Þjóðkirkjuna að færa heilbrigðiskerfinu milljónirnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:47 Þingflokksformaður Pírata segir að það væri "rosalega kristilegt“ ef kirkjan hefði sjálf frumkvæði að því að láta aukin fjárframlög renna í heilbrigðiskerfið. Myndvinnsla/Garðar Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“ Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“
Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50