Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi þar í landi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. Rúmlega 50 þúsund manns hafa verið reknir úr störfum eða handteknir frá því að valdaránið misheppnaðist.
Í ræðu í forsetahöll Tyrklands nú í kvöld sagði Erdogan að neyðarástandið væri til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða.
Hann hét því að lýðræði Tyrklands myndi ekki hljóta skaða.
„Við höfum aldrei sett lýðræði okkar í voða og það munum við aldrei gera.“
Erdogan sagði utanríkisráðherra Frakklands að „skipta sér ekki af“ málefnum Tyrklands í dag, eftir að Jean-Marc Ayrault hvatti Erdogan til að fylgja lögum í Tyrklandi. Hann sagði að valdaránið veitti Erdogan ekki opið leyfi til að þagga í öllum gagnrýnendum sínum.
„Hann á ekki að skipta sér af þessu. Hefur hann vald til þess að koma með þessar yfirlýsingar um mig? Nei hann hefur það ekki. Ef hann vill lexíu í lýðræði gæti hann auðveldlega fengið hana frá okkur.“
Þetta sagði forsetinn í viðtali við Al-Jazeera.
Erdogan lýsir yfir neyðarástandi

Tengdar fréttir

Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu
Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi.

Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi
Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv

Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar
Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi.

„Vonum að þróunin verðir lýðræðinu í hag“
Tyrki sem hefur verið búsettur hér á landi í þó nokkur ár segir erfitt að horfa á ástandið úr fjarlægð og að landið sé ekki það sama og það var þegar hann fluttist hingað til lands fyrir rúmum 15 árum.