Gazza biðst afsökunar á því að hafa fíflað Colin Henry fyrir 20 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:15 Markið eftirminnilega hjá Paul Gascoigne. Vísir/Getty Nágrannarnir Englendingar og Skotar mætast í undankeppni HM 2018 á Wembley á föstudagskvöldið en liðin eru saman í F-riðlinum. Það er ekki á hverjum degi sem stærstu knattspyrnusambönd Breta mætast innbyrðis á fótboltavellinum og að sjálfsögðu hafa breskir fjölmiðlar verið að rifja upp gamlar rimmur liðanna. Ein af þeim er þegar England og Skotland mættust á EM í Englandi fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan. Leikurinn var í riðlakeppninni fór fram á Wembley-leikvanginum. Enska liðið vann leikinn 2-0. Alan Shearer skoraði fyrri markið á 53. mínútu en Paul Gascoigne skoraði það síðara og innsiglaði með því sigurinn á 79. mínútu. Englendingar og Hollendingar fóru upp úr riðlinum en Skotar sátu eftir með sárt ennið á færri mörkum skoruðum. Markið hjá Paul Gascoigne var eitt af mörkum keppninnar og er eitt eftirminnilegasta markið sem hann skoraði á ferlinum. Gascoigne var þarna nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir ævintýri sitt með Lazio á Ítalíu en hann hafði unnið tvöfalt með Rangers fyrr um vorið. Leikurinn var því sérstakur fyrir þennan vandræðagemling sem kom sér í meiri vandræði með fagnaðarlátum sínum eftir markið þar sem hann apaði eftir drykkjulæti sín sem höfðu komist á síður blaðanna í aðdraganda leiksins. Markið sjálft var algjört augnakonfekt þar sem hann sýndi hversu frábær fótboltamaður hann var. Gascoigne lyfti boltanum á stórkostlegan hátt fyrir varnarmanninn Colin Hendry og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. Colin Hendry leit vægast illa út í þessu marki og nú tuttugu árum síðar ákvað Paul Gascoigne að biðja Hendry afsökunar á því að hafa farið svona illa með hann á Wembley-leikvanginum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá Twitter-færslu Gazza hér fyrir neðan.Hi hope alls well I'm looking forward 2 the match sorry2the scots and to Colin Henry for me it was play ground stuff pic.twitter.com/t6d5naKUaz— Paul Gascoigne (@gazza8gascoigne) November 9, 2016 Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Nágrannarnir Englendingar og Skotar mætast í undankeppni HM 2018 á Wembley á föstudagskvöldið en liðin eru saman í F-riðlinum. Það er ekki á hverjum degi sem stærstu knattspyrnusambönd Breta mætast innbyrðis á fótboltavellinum og að sjálfsögðu hafa breskir fjölmiðlar verið að rifja upp gamlar rimmur liðanna. Ein af þeim er þegar England og Skotland mættust á EM í Englandi fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan. Leikurinn var í riðlakeppninni fór fram á Wembley-leikvanginum. Enska liðið vann leikinn 2-0. Alan Shearer skoraði fyrri markið á 53. mínútu en Paul Gascoigne skoraði það síðara og innsiglaði með því sigurinn á 79. mínútu. Englendingar og Hollendingar fóru upp úr riðlinum en Skotar sátu eftir með sárt ennið á færri mörkum skoruðum. Markið hjá Paul Gascoigne var eitt af mörkum keppninnar og er eitt eftirminnilegasta markið sem hann skoraði á ferlinum. Gascoigne var þarna nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir ævintýri sitt með Lazio á Ítalíu en hann hafði unnið tvöfalt með Rangers fyrr um vorið. Leikurinn var því sérstakur fyrir þennan vandræðagemling sem kom sér í meiri vandræði með fagnaðarlátum sínum eftir markið þar sem hann apaði eftir drykkjulæti sín sem höfðu komist á síður blaðanna í aðdraganda leiksins. Markið sjálft var algjört augnakonfekt þar sem hann sýndi hversu frábær fótboltamaður hann var. Gascoigne lyfti boltanum á stórkostlegan hátt fyrir varnarmanninn Colin Hendry og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. Colin Hendry leit vægast illa út í þessu marki og nú tuttugu árum síðar ákvað Paul Gascoigne að biðja Hendry afsökunar á því að hafa farið svona illa með hann á Wembley-leikvanginum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá Twitter-færslu Gazza hér fyrir neðan.Hi hope alls well I'm looking forward 2 the match sorry2the scots and to Colin Henry for me it was play ground stuff pic.twitter.com/t6d5naKUaz— Paul Gascoigne (@gazza8gascoigne) November 9, 2016
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira