Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2016 18:00 Nýleg aldursgreining vestur-íslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka.Kenningar eru um að papar hafi grafið hella á Suðurlandi.Teikning/Jakob Jóhannsson.Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifafræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Það voru engin merki á þessum svokallaða útmokstri um að þar hefðu komið menn að. Þetta gæti þessvegna alveg eins hafa verið bara hrun úr berginu. Mér finnst þetta ekki vera næg sönnun þess að þessi hrúga þarna fyrir utan sé af mannavöldum,“ sagði Guðrún. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.Og fornleifafræðingarnir eru gagnrýndir fyrir að hafna aldursgreiningu Kristjáns. „Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ sagði Páll.Páll Theodórsson eðlisfræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kristján Ahronson þarf að færa betri sönnur á sínar kenningar. Hann þarf að fara út í þessa nákvæmari rannsókn, sem hann hefur talað um að fara í. Fram að þeim tíma verða alltaf dregnar í efa hans niðurstöður,“ sagði Árni Hjartarson. „Þannig að efin eru býsna mörg. En ef hann hefur rétt fyrir sér, og ef þetta er allt saman rétt hjá honum, þá er hann svo sannarlega búinn að brjóta blað,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Þeir Árni og Guðmundur, ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi, gáfu út bók fyrir aldarfjórðungi um manngerða hella á Íslandi. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2. Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Nýleg aldursgreining vestur-íslensks fornleifafræðings á helli undir Eyjafjöllum hefur reynst vera olía á eld deilna meðal fræðimanna um fyrstu byggð á Íslandi. Hún gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. Þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur og Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hófu fyrir þrjátíu árum að rannsaka manngerða hella á Suðurlandi. Margir hafa tengt þá dvöl írskra munka á Íslandi fyrir landnám norrænna manna. Krossar með keltnesk einkenni á hellisveggjum þykja benda til papa en fram til þessa hefur ekki tekist að sanna að hellarnir hafi verið grafnir fyrir hið hefbundna landnámsártal 874, né hefur verið hægt að sýna fram á að þeir séu verk einsetumunka.Kenningar eru um að papar hafi grafið hella á Suðurlandi.Teikning/Jakob Jóhannsson.Aldursgreining á útgreftri Kverkarhellis við Seljalandsfoss gæti hins vegar breytt Íslandssögunni. Vestur-íslenskur fornleifafræðingur, Kristján Ahronson, birti síðastliðið vor niðurstöður aldursgreiningar á því hvenær jarðefnum var mokað út úr hellinum og telur hann að hellirinn hafi verið grafinn út af mönnum fyrir árið 800. Aðrir fornleifafræðingar, þar á meðal Guðrún Sveinbjarnardóttir, hafa gagnrýnt niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Það voru engin merki á þessum svokallaða útmokstri um að þar hefðu komið menn að. Þetta gæti þessvegna alveg eins hafa verið bara hrun úr berginu. Mér finnst þetta ekki vera næg sönnun þess að þessi hrúga þarna fyrir utan sé af mannavöldum,“ sagði Guðrún. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.Og fornleifafræðingarnir eru gagnrýndir fyrir að hafna aldursgreiningu Kristjáns. „Því var vísað á bug á alveg undarlega fljótfærinn hátt. Ég er alveg undrandi að fornleifafræðingar skuli gera þetta,“ sagði Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur niðurstöðu Kristjáns Ahronson. „Hann er á réttri leið og ég er ekki í vafa um að þessi tímasetning hans er mjög nærri lagi,“ sagði Páll.Páll Theodórsson eðlisfræðingur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Kristján Ahronson þarf að færa betri sönnur á sínar kenningar. Hann þarf að fara út í þessa nákvæmari rannsókn, sem hann hefur talað um að fara í. Fram að þeim tíma verða alltaf dregnar í efa hans niðurstöður,“ sagði Árni Hjartarson. „Þannig að efin eru býsna mörg. En ef hann hefur rétt fyrir sér, og ef þetta er allt saman rétt hjá honum, þá er hann svo sannarlega búinn að brjóta blað,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur. Þeir Árni og Guðmundur, ásamt Hallgerði Gísladóttur sagnfræðingi, gáfu út bók fyrir aldarfjórðungi um manngerða hella á Íslandi. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2.
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30