Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2016 18:30 Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2.
Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30