Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2016 18:30 Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2.
Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30