Menning

Sigldu konur með pöpum til Íslands?

Kristján Már Unnarsson skrifar

Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. Fornsögurnar segja að kristnir menn, sem Norðmenn kölluðu papa, hafi verið á Íslandi þegar víkingarnir komu en þeir hafi horfið á braut. Ari fróði segir í Íslendingabók að þeir hafi ekki viljað vera með heiðnum mönnum en skildu eftir „bækr írskar ok bjöllur ok bagla“.

Tekist er á um það meðal fræði- og vísindamanna hvort fyrsta sönnunin sé nú fengin fyrir veru papa á Íslandi, - sem er nýleg aldursgreining hellis undir Eyjafjöllum.

Írskur munkur, Dicuilus, segir frá því í riti frá árinu 825 að hann hafi hitt munka sem búið höfðu á eyjunni Thule í norðurhöfum. Teikning/Jakob Jóhannsson.

Írskir munkar máttu giftast, þvert á það sem tíðkaðist í kaþólsku kirkjunni, og því hafa spurningar vaknað um hvort konur hafi verið með í för. Þá vilja sumir túlka papasögnina með þeim hætti að kristnar fjölskyldur hafi verið búnar að nema land fyrir tíð norrænna manna.   

Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2 á mánudagskvöld, 25. janúar. Þar verða skoðaðir manngerðir hellar, sem sumir vilja rekja til papa, og svæði heimsótt, á Suður- og Suðausturlandi, sem sögð eru hafa verið byggð pöpum til forna. Hér að ofan má sjá kynningarstiklu um papaþáttinn.

Írskir munkar máttu giftast, ólíkt reglum kaþólsku kirkjunnar. Voru konur með í för til Íslands? Teikning/Jakon Jóhannsson.

Tengdar fréttir

Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn?

Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.