Ný löggjöf neyðir fólk til að plægja akra Venesúela Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2016 23:41 Nicolas Maduro er forseti Venesúela. vísir/nordic photos Í síðustu viku skrifaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, undir tilskipun sem leggur nokkurs konar „verkamannaskyldu“ á herðar íbúa landsins. Tilskipuninni hefur verið mótmælt af mannréttindasamtökum víða um heim. Samkvæmt lögunum er hægt að krefja „alla starfsmenn ríkisins, sem og annara fyrirtækja, sem hafa heilsu og líkamlega burði til, um að vinna í landbúnaði landsins.“ Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela en skortur hefur verið á matvöru í marga mánuði þar í landi. Samkvæmt henni verður hægt að krefja fólk um sextíu daga vinnu á ökrunum auk sextíu daga til viðbótar krefjist aðstæður þess. „Að ætla að berjast gegn matvælaskorti með því að þvinga fólk til að vinna á plantekrum er eins og að reyna að lækna beinbrot með plástri,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty International. Skortur á nauðsynjum hefur verið viðvarandi í Venesúela í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu tók duglega dýfu. Ástandið hefur versnað mjög á undanförnum mánuðum og hafa átök brotist út þar sem fólk berst um bita. Talið er að meðalmaðurinn í Venesúela verji tæplega einum og hálfum sólarhring í mánuði hverjum í röð eftir mat. Fyrr í þessum mánuði slökuðu landamæraverðir í landinu tímabundið á eftirliti. 120.000 manns flykktust yfir landamærin til Kólumbíu, til borgarinnar Cúcuta, þar sem þeir hömstruðu nauðsynjar og matvæli. Svo til allar hillur verslana þar í borg voru tómar eftir að fólkið sneri heim á nýjan leik. Ekki sér fyrir endann á ástandinu en Maduro, og aðrir embættismenn, segja skortinn þar í landi vera vegna þess að landið sé nú í efnahagslegu stríði gegn aðilum sem vilji bregða fæti fyrir sósíalíska stjórn landsins. Tengdar fréttir Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, undir tilskipun sem leggur nokkurs konar „verkamannaskyldu“ á herðar íbúa landsins. Tilskipuninni hefur verið mótmælt af mannréttindasamtökum víða um heim. Samkvæmt lögunum er hægt að krefja „alla starfsmenn ríkisins, sem og annara fyrirtækja, sem hafa heilsu og líkamlega burði til, um að vinna í landbúnaði landsins.“ Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela en skortur hefur verið á matvöru í marga mánuði þar í landi. Samkvæmt henni verður hægt að krefja fólk um sextíu daga vinnu á ökrunum auk sextíu daga til viðbótar krefjist aðstæður þess. „Að ætla að berjast gegn matvælaskorti með því að þvinga fólk til að vinna á plantekrum er eins og að reyna að lækna beinbrot með plástri,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty International. Skortur á nauðsynjum hefur verið viðvarandi í Venesúela í kjölfar þess að heimsmarkaðsverð á olíu tók duglega dýfu. Ástandið hefur versnað mjög á undanförnum mánuðum og hafa átök brotist út þar sem fólk berst um bita. Talið er að meðalmaðurinn í Venesúela verji tæplega einum og hálfum sólarhring í mánuði hverjum í röð eftir mat. Fyrr í þessum mánuði slökuðu landamæraverðir í landinu tímabundið á eftirliti. 120.000 manns flykktust yfir landamærin til Kólumbíu, til borgarinnar Cúcuta, þar sem þeir hömstruðu nauðsynjar og matvæli. Svo til allar hillur verslana þar í borg voru tómar eftir að fólkið sneri heim á nýjan leik. Ekki sér fyrir endann á ástandinu en Maduro, og aðrir embættismenn, segja skortinn þar í landi vera vegna þess að landið sé nú í efnahagslegu stríði gegn aðilum sem vilji bregða fæti fyrir sósíalíska stjórn landsins.
Tengdar fréttir Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Vont ástand versnar í Venesúela Íbúar landsins þurfa að glíma við mikinn skort á helstu nauðsynjavörum. 15. júní 2016 15:13
Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15