Á annað hundrað fórst í árás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Eyðileggingin var mikil í Bagdad í gær. Þessi írakski slökkviliðsmaður mætti á svæðið til að slökkva elda og bjarga fórnarlömbum. Nordicphotos/AFP Að minnsta kosti 125 féllu í sprengjuárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Þá særðust einnig um 150 manns í árásinni. Fimm létust í annarri árás norðan við höfuðborgina nokkru seinna. Stór hluti hinna látnu voru börn. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu fljótlega yfir ábyrgð á árásinni en lögreglan í Bagdad greindi frá því að bílsprengja hefði sprungið á verslunargötu í Karrada-hverfi borgarinnar. Fjöldi fólks var saman kominn á götunni til að rjúfa saman föstu ramadanmánaðarins. Sprengingin kveikti mikið bál og skemmdust byggingar á svæðinu verulega. Slökkvilið mætti fljótlega á svæðið og slökkti elda ásamt því að bjarga fólki úr byggingunum sem voru meðal annars kaffihús og líkamsræktarstöð. „Þetta er forkastanlegur heigulsháttur sem á sér fáar hliðstæður. Það að beina spjótum sínum að friðsömum borgurum á lokadögum hins helga mánaðar ramadan á meðan þeir búa sig undir hátíðisdaginn Eid-ul-Fitr er forkastanlegt,“ sagði Ján Kubiš, talsmaður aðalritara Sameinuðu þjóðanna og vísaði til Eid-ul-Fitr, dagsins eftir ramadan. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fékk ekki góðar móttökur frá viðstöddum þegar hann mætti á svæðið í gær og hrópuðu viðstaddir ókvæðisorð að forsætisráðherranum. Einnig var bílalest forsætisráðherrans grýtt með smásteinum. Ahmed Maher, fréttamaður BBC í Bagdad, sagði ástæðu reiðinnar vera aðgerðarleysi forsætisráðherrans. Maher sagði tölvuþrjóta hafa brotist inn á vefsíðu innanríkisráðuneytisins og sett mynd af dánu barni á forsíðu ráðuneytisins ásamt teikningu af gervisprengjuleitarvél. Sagði Maher slíkar gagnslausar vélar enn í notkun víðs vegar um Bagdad. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki fara enn með völdin á stórum landsvæðum í norðvesturhluta Íraks, til að mynda í Mósúl, næstfjölmennustu borg Íraks. Hins vegar vann írakski herinn borgina Fallúdsja af hersveitum Íslamska ríkisins í síðustu viku. Sprengjuárásin í Karrada-hverfi er sú mannskæðasta í Írak það sem af er ári en íslamska ríkið hefur gert sjö aðrar stórar árásir frá áramótum. Til að mynda voru þrjátíu myrtir í tveimur sprengjuárásum í Bagdad 9. júní og 93 í bílsprengingu í Sadr-hverfi Bagdad í maí.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 250 vígamenn ISIS féllu eftir loftárás Bandaríski herinn gerði loftárás á bækistöðvar ISIS í grennd við Fallujah í Írak. 30. júní 2016 09:55 Minnst 125 látnir eftir árás ISIS í Baghdad Bílasprengja sprakk í fjölfarinni verslunargötu. Um 150 eru særðir. 3. júlí 2016 15:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Að minnsta kosti 125 féllu í sprengjuárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Þá særðust einnig um 150 manns í árásinni. Fimm létust í annarri árás norðan við höfuðborgina nokkru seinna. Stór hluti hinna látnu voru börn. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu fljótlega yfir ábyrgð á árásinni en lögreglan í Bagdad greindi frá því að bílsprengja hefði sprungið á verslunargötu í Karrada-hverfi borgarinnar. Fjöldi fólks var saman kominn á götunni til að rjúfa saman föstu ramadanmánaðarins. Sprengingin kveikti mikið bál og skemmdust byggingar á svæðinu verulega. Slökkvilið mætti fljótlega á svæðið og slökkti elda ásamt því að bjarga fólki úr byggingunum sem voru meðal annars kaffihús og líkamsræktarstöð. „Þetta er forkastanlegur heigulsháttur sem á sér fáar hliðstæður. Það að beina spjótum sínum að friðsömum borgurum á lokadögum hins helga mánaðar ramadan á meðan þeir búa sig undir hátíðisdaginn Eid-ul-Fitr er forkastanlegt,“ sagði Ján Kubiš, talsmaður aðalritara Sameinuðu þjóðanna og vísaði til Eid-ul-Fitr, dagsins eftir ramadan. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fékk ekki góðar móttökur frá viðstöddum þegar hann mætti á svæðið í gær og hrópuðu viðstaddir ókvæðisorð að forsætisráðherranum. Einnig var bílalest forsætisráðherrans grýtt með smásteinum. Ahmed Maher, fréttamaður BBC í Bagdad, sagði ástæðu reiðinnar vera aðgerðarleysi forsætisráðherrans. Maher sagði tölvuþrjóta hafa brotist inn á vefsíðu innanríkisráðuneytisins og sett mynd af dánu barni á forsíðu ráðuneytisins ásamt teikningu af gervisprengjuleitarvél. Sagði Maher slíkar gagnslausar vélar enn í notkun víðs vegar um Bagdad. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki fara enn með völdin á stórum landsvæðum í norðvesturhluta Íraks, til að mynda í Mósúl, næstfjölmennustu borg Íraks. Hins vegar vann írakski herinn borgina Fallúdsja af hersveitum Íslamska ríkisins í síðustu viku. Sprengjuárásin í Karrada-hverfi er sú mannskæðasta í Írak það sem af er ári en íslamska ríkið hefur gert sjö aðrar stórar árásir frá áramótum. Til að mynda voru þrjátíu myrtir í tveimur sprengjuárásum í Bagdad 9. júní og 93 í bílsprengingu í Sadr-hverfi Bagdad í maí.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 250 vígamenn ISIS féllu eftir loftárás Bandaríski herinn gerði loftárás á bækistöðvar ISIS í grennd við Fallujah í Írak. 30. júní 2016 09:55 Minnst 125 látnir eftir árás ISIS í Baghdad Bílasprengja sprakk í fjölfarinni verslunargötu. Um 150 eru særðir. 3. júlí 2016 15:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
250 vígamenn ISIS féllu eftir loftárás Bandaríski herinn gerði loftárás á bækistöðvar ISIS í grennd við Fallujah í Írak. 30. júní 2016 09:55
Minnst 125 látnir eftir árás ISIS í Baghdad Bílasprengja sprakk í fjölfarinni verslunargötu. Um 150 eru særðir. 3. júlí 2016 15:42
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“