Minnst 50 eru sagðir hafa særst í árásunum.
Fyrri sprengingin varð nærri strætóstoppistöð í miðbæ Samawa. Svo sprakk hinn bíllinn í um 400 metra fjarlægð um fimm mínútum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá hryðjuverkasamtökunum segir að seinni árásin hafi beinst gegn sjúkraflutningamönnum, slökkviliðsmönnum og öðrum viðbragðsaðilum sem voru á leið á vettvang fyrri árásarinnar.
AFP fréttaveitan segir ISIS hafa framið fjölda árása í Bagdad, höfuðborg Írak síðustu vikur. Í einni þeirra létust minnst 30 og þar af mörg börn og konur. Samtökin hafa tapað verulegum hluta af yfirráðasvæði sínu í Írak á síðastliðnu ári.