Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 11:22 Síleski listamaðurinn Marco Evaristti sem ákærður er fyrir að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í fyrra. Vísir/ MARCO EVARISTTI Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms er hinni ætluðu refsiverðu háttsemi sem Evaristti var gefin að sök lýst með þeim hætti í ákæru að vafi leikur á hvort hún er í raun refsiverð samkvæmt náttúruverndarlögum. Þá liggi ekkert fyrir í málinu um að Evaristti hafi valdið spjöllum á náttúru landsins með uppátækinu sem var gjörningur að sögn listamannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni. Evaristti var í apríl í fyrra sektaður um 100 þúsund krónur fyrir athafið, en í samtali við Vísi þann dag sagðist hann ekki ætla að greiða sektina. Frekar færi hann með málið fyrir dómstóla. Uppátæki listamannsins vakti mikið hneykslan hér á landi, sem í raun var hans markmið. Markmiðið hafi verið að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið sjálft og náttúruna. Hann hefur ítrekað sagt að matarliturinn sem hann hafi notað hafi ekki verið skaðlegur náttúrunni á nokkurn hátt. „Þetta hvarf á nokkrum klukkutímum eftir að hverinn gaus. Það er betra að láta matarlitinn minn í hverinn heldur en að aka um á öllum þessum rútum sem flytja farþega að Geysi. Rúturnar menga andrúmsloftið með koltvíoxíð en enginn reynir að stöðva rúturnar. Þið megið henda mynt í hverinn en ekki matarlit sem mengar ekki,“ sagði Marco í samtali við Vísi þegar aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði.Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms er hinni ætluðu refsiverðu háttsemi sem Evaristti var gefin að sök lýst með þeim hætti í ákæru að vafi leikur á hvort hún er í raun refsiverð samkvæmt náttúruverndarlögum. Þá liggi ekkert fyrir í málinu um að Evaristti hafi valdið spjöllum á náttúru landsins með uppátækinu sem var gjörningur að sögn listamannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni. Evaristti var í apríl í fyrra sektaður um 100 þúsund krónur fyrir athafið, en í samtali við Vísi þann dag sagðist hann ekki ætla að greiða sektina. Frekar færi hann með málið fyrir dómstóla. Uppátæki listamannsins vakti mikið hneykslan hér á landi, sem í raun var hans markmið. Markmiðið hafi verið að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið sjálft og náttúruna. Hann hefur ítrekað sagt að matarliturinn sem hann hafi notað hafi ekki verið skaðlegur náttúrunni á nokkurn hátt. „Þetta hvarf á nokkrum klukkutímum eftir að hverinn gaus. Það er betra að láta matarlitinn minn í hverinn heldur en að aka um á öllum þessum rútum sem flytja farþega að Geysi. Rúturnar menga andrúmsloftið með koltvíoxíð en enginn reynir að stöðva rúturnar. Þið megið henda mynt í hverinn en ekki matarlit sem mengar ekki,“ sagði Marco í samtali við Vísi þegar aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði.Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58
Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46