Guðjón Þórðar: KSÍ er ekki að fara bjóða mér neitt starf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 18:31 Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira