Rodgers: Suárez er besti framherji heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 09:30 Brendan Rodgers og Luis Suárez voru góðir saman hjá Liverpool. vísir/getty Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30
Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00