Fótbolti

PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger verður samningslaus í lok tímabilsins.
Arsene Wenger verður samningslaus í lok tímabilsins. vísir/getty
Arsenal heimsækir Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fyrsta umferð riðlakeppninnar hefst.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, fagnar 20 árum sem stjóri enska félagsins í næsta mánuði en hann fékk tækifæri til að fara til Parísarliðsins nokkrum sinnum á síðustu árum.

Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður loksins fullskipað

Franska íþróttablaðið L'Equipe greinir frá því að PSG reyndi að fá Wenger fyrst árið 2011 og svo aftur 2013 og 2014 en þrátt fyrir botnlausa sjóði í París ákvað Wenger að vera áfram hjá Arsenal.

„Ég hef alltaf haldið tryggð við Arsenal því það er félag sem hefur allt sem ég elska. Það er ástæðan,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn, aðspurður hvers vegna hann hefði ekki stokkið á tækifærið.

Arsenal hefur unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum undir stjórn Wengers en þó ekki síðan 2004. Hann hefur unnið bikarinn sex sinnum, síðast í fyrra.

PSG er búið að pakka frönsku deildinni saman undanfarin fjögur ár en þar á bæ er stefnan sett á að vinna Meistaradeildina. Þrátt fyrir að mikill peningur hafi verið settur í liðið á undanförnum árum hefur það ekki komist í úrslitaleikinn.

„PSG verður góð prófraun fyrri okkur. Þetta er langbesta liðið í Frakklandi,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×