Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð á tjóni sem ung kona varð fyrir í Byrginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2015 12:55 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. vísir/egill/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu ungrar konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Byrginu. Konan var vistuð í Byrginu þegar hún var ólögráða og varð fyrir gríðarlega miklu tjóni af vistun og meðferð þeirri sem forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, viðhafði. Konan sagði að varanleg örorka hennar sé bein afleiðing þeirrar meðferðar hún varð fyrir við vistunina í Byrginu og að íslenska ríkið eigi sök á því að hún hafi verið vistuð þar og jafnframt því að sú meðferð sem hún hafi sætt í Byrginu hafi verið látin viðgangast.Barnaverndarstofa bar ekki ábyrgð Konan studdi meðal annars kröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu íslenska ríkisins í fyrsta lagi við það að Barnaverndarstofa, sem rekin er á ábyrgð ríkisins, hafi samþykkt að konan yrði vistuð í Byrginu. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þessari fullyrðingu. Í málinu lá fyrir staðfesting Barnaverndarstofu á því að starfsemi Byrgisins væri með öllu óviðkomandi Barnaverndarstofu. Samkvæmt dómnum hafði Byrgið hvorki leyfi Barnaverndarstofu til að taka einstaklinga undir átján ára aldri til meðferðar né hafði Barnaverndarstofa eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, sem ekki var rekið samkvæmt barnaverndarlögum. Í dómnum kemur fram að konan hafi hvorki með gögnum né öðrum hætti hnekkt þessum upplýsingum frá Barnaverndarstofu.Landlæknir bar ekki ábyrgð Þá byggði konan kröfu sína á því að Byrgið hafi verið sjúkrastofnun sem fallið hafi undir ákvæði þágildandi laga um heilbrigðisþjónustu og fallið undir eftirlit landlæknisembættisins sem hefði brugðist eftirlitshlutverki sínu. Í dómnum kemur fyrir að Byrgið var ekki sjúkrastofnun og féll því ekki undir eftirlit landlæknisembættisins og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur að landlæknir hefði gerst sekur um vanrækslu.Barnaverndaryfirvöld báru ekki ábyrgð Konan byggði einnig stefnu sína á því að hún hafi verið barn að aldri þegar hún var fyrst vistuð í Byrginu og hafi því Barnaverndaryfirvöld ákveðið að vista hana á meðferðarheimili sem ekkert eftirlit var með. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði hins vegar konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu að barnaverndaryfirvöld hafi átt þátt í þeirri ákvörðun forsjármanns hennar að vista hana í Byrginu.Íslenska ríkið bar ekki ábyrgð Þá taldi konan íslenska ríkið bera ábyrgð sem vinnuveitandi á tjóni sem starfsmenn þess valdi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir hins vegar ekki um ráðningarsamband að ræða þannig að íslenska ríkið beri ábyrgð á störfum forstöðumanns Byrgisins eða lögbrotum sem vinnuveitandi hans. Var því íslenska ríkið sýkna af skaðabótakröfu konunnar. Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu ungrar konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Byrginu. Konan var vistuð í Byrginu þegar hún var ólögráða og varð fyrir gríðarlega miklu tjóni af vistun og meðferð þeirri sem forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, viðhafði. Konan sagði að varanleg örorka hennar sé bein afleiðing þeirrar meðferðar hún varð fyrir við vistunina í Byrginu og að íslenska ríkið eigi sök á því að hún hafi verið vistuð þar og jafnframt því að sú meðferð sem hún hafi sætt í Byrginu hafi verið látin viðgangast.Barnaverndarstofa bar ekki ábyrgð Konan studdi meðal annars kröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu íslenska ríkisins í fyrsta lagi við það að Barnaverndarstofa, sem rekin er á ábyrgð ríkisins, hafi samþykkt að konan yrði vistuð í Byrginu. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þessari fullyrðingu. Í málinu lá fyrir staðfesting Barnaverndarstofu á því að starfsemi Byrgisins væri með öllu óviðkomandi Barnaverndarstofu. Samkvæmt dómnum hafði Byrgið hvorki leyfi Barnaverndarstofu til að taka einstaklinga undir átján ára aldri til meðferðar né hafði Barnaverndarstofa eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, sem ekki var rekið samkvæmt barnaverndarlögum. Í dómnum kemur fram að konan hafi hvorki með gögnum né öðrum hætti hnekkt þessum upplýsingum frá Barnaverndarstofu.Landlæknir bar ekki ábyrgð Þá byggði konan kröfu sína á því að Byrgið hafi verið sjúkrastofnun sem fallið hafi undir ákvæði þágildandi laga um heilbrigðisþjónustu og fallið undir eftirlit landlæknisembættisins sem hefði brugðist eftirlitshlutverki sínu. Í dómnum kemur fyrir að Byrgið var ekki sjúkrastofnun og féll því ekki undir eftirlit landlæknisembættisins og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur að landlæknir hefði gerst sekur um vanrækslu.Barnaverndaryfirvöld báru ekki ábyrgð Konan byggði einnig stefnu sína á því að hún hafi verið barn að aldri þegar hún var fyrst vistuð í Byrginu og hafi því Barnaverndaryfirvöld ákveðið að vista hana á meðferðarheimili sem ekkert eftirlit var með. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði hins vegar konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu að barnaverndaryfirvöld hafi átt þátt í þeirri ákvörðun forsjármanns hennar að vista hana í Byrginu.Íslenska ríkið bar ekki ábyrgð Þá taldi konan íslenska ríkið bera ábyrgð sem vinnuveitandi á tjóni sem starfsmenn þess valdi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir hins vegar ekki um ráðningarsamband að ræða þannig að íslenska ríkið beri ábyrgð á störfum forstöðumanns Byrgisins eða lögbrotum sem vinnuveitandi hans. Var því íslenska ríkið sýkna af skaðabótakröfu konunnar.
Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02
Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42