Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð á tjóni sem ung kona varð fyrir í Byrginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2015 12:55 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. vísir/egill/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu ungrar konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Byrginu. Konan var vistuð í Byrginu þegar hún var ólögráða og varð fyrir gríðarlega miklu tjóni af vistun og meðferð þeirri sem forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, viðhafði. Konan sagði að varanleg örorka hennar sé bein afleiðing þeirrar meðferðar hún varð fyrir við vistunina í Byrginu og að íslenska ríkið eigi sök á því að hún hafi verið vistuð þar og jafnframt því að sú meðferð sem hún hafi sætt í Byrginu hafi verið látin viðgangast.Barnaverndarstofa bar ekki ábyrgð Konan studdi meðal annars kröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu íslenska ríkisins í fyrsta lagi við það að Barnaverndarstofa, sem rekin er á ábyrgð ríkisins, hafi samþykkt að konan yrði vistuð í Byrginu. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þessari fullyrðingu. Í málinu lá fyrir staðfesting Barnaverndarstofu á því að starfsemi Byrgisins væri með öllu óviðkomandi Barnaverndarstofu. Samkvæmt dómnum hafði Byrgið hvorki leyfi Barnaverndarstofu til að taka einstaklinga undir átján ára aldri til meðferðar né hafði Barnaverndarstofa eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, sem ekki var rekið samkvæmt barnaverndarlögum. Í dómnum kemur fram að konan hafi hvorki með gögnum né öðrum hætti hnekkt þessum upplýsingum frá Barnaverndarstofu.Landlæknir bar ekki ábyrgð Þá byggði konan kröfu sína á því að Byrgið hafi verið sjúkrastofnun sem fallið hafi undir ákvæði þágildandi laga um heilbrigðisþjónustu og fallið undir eftirlit landlæknisembættisins sem hefði brugðist eftirlitshlutverki sínu. Í dómnum kemur fyrir að Byrgið var ekki sjúkrastofnun og féll því ekki undir eftirlit landlæknisembættisins og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur að landlæknir hefði gerst sekur um vanrækslu.Barnaverndaryfirvöld báru ekki ábyrgð Konan byggði einnig stefnu sína á því að hún hafi verið barn að aldri þegar hún var fyrst vistuð í Byrginu og hafi því Barnaverndaryfirvöld ákveðið að vista hana á meðferðarheimili sem ekkert eftirlit var með. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði hins vegar konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu að barnaverndaryfirvöld hafi átt þátt í þeirri ákvörðun forsjármanns hennar að vista hana í Byrginu.Íslenska ríkið bar ekki ábyrgð Þá taldi konan íslenska ríkið bera ábyrgð sem vinnuveitandi á tjóni sem starfsmenn þess valdi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir hins vegar ekki um ráðningarsamband að ræða þannig að íslenska ríkið beri ábyrgð á störfum forstöðumanns Byrgisins eða lögbrotum sem vinnuveitandi hans. Var því íslenska ríkið sýkna af skaðabótakröfu konunnar. Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu ungrar konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Byrginu. Konan var vistuð í Byrginu þegar hún var ólögráða og varð fyrir gríðarlega miklu tjóni af vistun og meðferð þeirri sem forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, viðhafði. Konan sagði að varanleg örorka hennar sé bein afleiðing þeirrar meðferðar hún varð fyrir við vistunina í Byrginu og að íslenska ríkið eigi sök á því að hún hafi verið vistuð þar og jafnframt því að sú meðferð sem hún hafi sætt í Byrginu hafi verið látin viðgangast.Barnaverndarstofa bar ekki ábyrgð Konan studdi meðal annars kröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu íslenska ríkisins í fyrsta lagi við það að Barnaverndarstofa, sem rekin er á ábyrgð ríkisins, hafi samþykkt að konan yrði vistuð í Byrginu. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þessari fullyrðingu. Í málinu lá fyrir staðfesting Barnaverndarstofu á því að starfsemi Byrgisins væri með öllu óviðkomandi Barnaverndarstofu. Samkvæmt dómnum hafði Byrgið hvorki leyfi Barnaverndarstofu til að taka einstaklinga undir átján ára aldri til meðferðar né hafði Barnaverndarstofa eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, sem ekki var rekið samkvæmt barnaverndarlögum. Í dómnum kemur fram að konan hafi hvorki með gögnum né öðrum hætti hnekkt þessum upplýsingum frá Barnaverndarstofu.Landlæknir bar ekki ábyrgð Þá byggði konan kröfu sína á því að Byrgið hafi verið sjúkrastofnun sem fallið hafi undir ákvæði þágildandi laga um heilbrigðisþjónustu og fallið undir eftirlit landlæknisembættisins sem hefði brugðist eftirlitshlutverki sínu. Í dómnum kemur fyrir að Byrgið var ekki sjúkrastofnun og féll því ekki undir eftirlit landlæknisembættisins og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur að landlæknir hefði gerst sekur um vanrækslu.Barnaverndaryfirvöld báru ekki ábyrgð Konan byggði einnig stefnu sína á því að hún hafi verið barn að aldri þegar hún var fyrst vistuð í Byrginu og hafi því Barnaverndaryfirvöld ákveðið að vista hana á meðferðarheimili sem ekkert eftirlit var með. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði hins vegar konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu að barnaverndaryfirvöld hafi átt þátt í þeirri ákvörðun forsjármanns hennar að vista hana í Byrginu.Íslenska ríkið bar ekki ábyrgð Þá taldi konan íslenska ríkið bera ábyrgð sem vinnuveitandi á tjóni sem starfsmenn þess valdi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir hins vegar ekki um ráðningarsamband að ræða þannig að íslenska ríkið beri ábyrgð á störfum forstöðumanns Byrgisins eða lögbrotum sem vinnuveitandi hans. Var því íslenska ríkið sýkna af skaðabótakröfu konunnar.
Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02
Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42