Erlent

Grænmetisolía krabbameinsvaldandi?

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Grænmetisolía er ekki góð til steikingar, samkvæmt nýrri rannsókn.
Grænmetisolía er ekki góð til steikingar, samkvæmt nýrri rannsókn. vísir/getty
Grænmetisolía inniheldur ýmis skaðleg efni sem geta leitt til krabbameins og annarra sjúkdóma, samkvæmt nýjum rannsóknum breskra vísindamanna. Þeir ráðleggja fólki að steikja mat frekar upp úr ólívuolíu, kókosolíu, smjöri eða jafnvel svínafeiti.

Greint er frá málinu á breska vefnum Telegraph, en þar segir að þegar olían er komin upp í visst hitastig leysi hún frá sér aldehýð, herðandi efni sem geti safnast fyrir í blóðinu og þannig valdið krabbameini, hjartasjúkdómum og heilabilun.

Þetta er þó á skjön við þær kenningar um að olíur sem eru ríkar af fjölómettuðum fitusýrum, líkt og maísolía og sólblómaolía, séu betri en mettaðar fitusýrur í dýraafurðum.

Martin Grootveld, prófessor í efna- og meinafræði, segir rannsóknina hafa sýnt fram á að fiskur og franskar, steikt upp úr grænmetisolíu, innihaldi 100 til 200 sinnum meira af eitruðu aldehýð en ráðlagður dagskammtur gerir ráð fyrir, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Mun minna magn af efninu hafi myndast þegar sambærileg máltíð hafi verið steikt upp úr til dæmis kókosolíu.  Þá segir hann að rannsóknir hans hafi sýnt fram á að smjör sé gott til steikingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×