Stjörnukonur geta mætt bæði Söru Björk og Katrínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 06:30 Francielle Manoel Alberto hefur komið sterk inn í Stjörnuliðið. vísir/andri marinó Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Íslenskt karlalið fékk að mæta Íslendingaliði í Evrópukeppninni í sumar og nú verður spennandi að vita hvort íslenskt kvennalið verði jafn „heppið“ með mótherja. Íslandsmeistarar Stjörnunnar fá að vita það í hádeginu í dag hvaða mótherjar bíða Garðabæjarliðsins í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Stjörnukonur tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum með flottum 2-0 sigri á Apollon úti á Kýpur á sunnudaginn en Stjarnan var með fullt hús og markatöluna 11-0 í sínum riðli.Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki í drættinum og það er því þegar ljóst að mótherjar liðsins í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar verða mjög sterkir.Stjörnukonur hafa tvisvar áður komist í 32 liða úrslitin og í bæði skiptin mætt rússnesku liði. Þessi rússnesku lið eru tvö af sextán liðum sem Stjarnan getur lent á móti. Stjarnan tapaði fyrir Zvezda-2005 í 32 liða úrslitunum í fyrra og fyrir Zorkiy Krasnogorsk þegar Stjarnan spilaði sína fyrstu Evrópuleiki 2012.Íslenskir meistarar ættu nú að vera búnir að fá sinn skammt af rússneskum liðum því rússnesk lið hafa slegið íslensk lið út úr 32 liða úrslitunum undanfarin þrjú ár. Þór/KA datt úr fyrir Zorkiy sumarið 2013. Tvö Íslendingalið eru í efri styrkleikaflokknum og íslenskar landsliðskonur gætu því verið á leiðinni heim til Íslands í keppnisferð lendi lið þeirra á móti Stjörnunni.Þetta eru sænsku meistararnir í Rosengård og ensku meistararnir í Liverpool. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilar með Rosengård og er á góðri leið að vinna sænska titilinn í fjórða sinn á fimm árum. Katrín Ómarsdóttir spilar með Liverpool þar sem hún hefur orðið enskur meistari undanfarin tvö ár. Þýsku risarnir FFC Frankfurt (ríkjandi Evrópumeistarar) og Wolfsburg (unnu 2013 og 2014) eru engin draumalið til að mæta á þessu stigi og þá hafa frönsku liðin Olympique Lyon og Paris Saint-Germain bæði komist áður langt í keppninni. Dregið verður í 32 liða úrslitin í höfuðstöðvum UEFA í dag klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Það er annars stutt stórra högga á milli hjá Stjörnuliðinu sem kom heim frá Kýpur á þriðjudaginn og mæta Breiðablik á morgun í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn er síðan eftir rúma viku en Stjörnuliðið þarf að klára tvo leiki í Pepsi-deildinni fyrir þann leik.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira