Birkir Már vanur rigningunni | Blautt á fyrstu æfingunni í Amsterdam Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 31. ágúst 2015 21:00 Birkir Már Sævarsson fagnar marki Eiðs Smára Guðjohnsen á móti Kasakstan í mars. Vísir/AFP Mikil rigning tók á móti íslensku landsliðsstrákunum þegar þeir mættu á sína fyrstu æfingu í Amsterdam í dag en framundan er leikur á móti Hollandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið. Birkir Már Sævarsson flaug til Amsterdam frá Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem hann er á sínu fyrsta tímabili með Hammarby IF. „Það er gaman að hitta strákana eins og alltaf. Við hlökkum til leiksins," segir Birkir Már. Íslenska liðið lenti í helli dembu á fyrstu æfingu sinni í dag og það mátti meðal annars heyra í þrumum í nágrenninu á meðan æfingunni stóð. „Þetta var vissulega svolítið blaut æfing en ég er vanur því frá Bergen," sagði Birkir Már sem spilaði þá með Brann í norsku úrvalsdeildinni. Hann segist því hafa mætt á ófáar æfingarnar í rigningu. „Ég var í sex ár í Bergen þar sem rigndi á hverjum degi og ég er því vanur þessum aðstæðum," sagði Birkir í léttum tón. Íslenska liðið æfði í tveimur hlutum í dag þar sem leikmennirnir sem spiluðu á sunnudag tóku mun rólegri æfingu en hinir. „Menn vöknuðu snemma og voru að ferðast í dag. Þessi æfing snérist því aðallega um það að koma sér í gang," sagði Birkir Már. Liðið æfir aftur á morgun og hver veit nema að sólin skíni á strákana þá. Spáin er að minnsta kosti hagstæðari fyrir þá sem vilja ekki gegnblotna aftur eins og í dag. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 Emil ekki með gegn Hollandi | Ólafur Ingi kemur inn í hópinn Emil Hallfreðsson missir af landsleik Íslands og Hollands í Amsterdam í undankeppni EM 2016 á fimmtudaginn vegna meiðsla. 31. ágúst 2015 17:01 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Mikil rigning tók á móti íslensku landsliðsstrákunum þegar þeir mættu á sína fyrstu æfingu í Amsterdam í dag en framundan er leikur á móti Hollandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið. Birkir Már Sævarsson flaug til Amsterdam frá Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem hann er á sínu fyrsta tímabili með Hammarby IF. „Það er gaman að hitta strákana eins og alltaf. Við hlökkum til leiksins," segir Birkir Már. Íslenska liðið lenti í helli dembu á fyrstu æfingu sinni í dag og það mátti meðal annars heyra í þrumum í nágrenninu á meðan æfingunni stóð. „Þetta var vissulega svolítið blaut æfing en ég er vanur því frá Bergen," sagði Birkir Már sem spilaði þá með Brann í norsku úrvalsdeildinni. Hann segist því hafa mætt á ófáar æfingarnar í rigningu. „Ég var í sex ár í Bergen þar sem rigndi á hverjum degi og ég er því vanur þessum aðstæðum," sagði Birkir í léttum tón. Íslenska liðið æfði í tveimur hlutum í dag þar sem leikmennirnir sem spiluðu á sunnudag tóku mun rólegri æfingu en hinir. „Menn vöknuðu snemma og voru að ferðast í dag. Þessi æfing snérist því aðallega um það að koma sér í gang," sagði Birkir Már. Liðið æfir aftur á morgun og hver veit nema að sólin skíni á strákana þá. Spáin er að minnsta kosti hagstæðari fyrir þá sem vilja ekki gegnblotna aftur eins og í dag.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 Emil ekki með gegn Hollandi | Ólafur Ingi kemur inn í hópinn Emil Hallfreðsson missir af landsleik Íslands og Hollands í Amsterdam í undankeppni EM 2016 á fimmtudaginn vegna meiðsla. 31. ágúst 2015 17:01 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45
Emil ekki með gegn Hollandi | Ólafur Ingi kemur inn í hópinn Emil Hallfreðsson missir af landsleik Íslands og Hollands í Amsterdam í undankeppni EM 2016 á fimmtudaginn vegna meiðsla. 31. ágúst 2015 17:01
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08