Blatter: Ég fer til himnaríkis einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 19:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/EPA Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte. Fjórtán háttsettir menn úr fótboltaheiminum voru ákærðir fyrir spillingu innan FIFA 27. maí síðastliðinn en málið er unnið af bandarískum saksóknörum sem eru að elta spillingarmál heil 24 ár aftur í tímann. Það er búist við að Sepp Blatter láti af embætti forseta FIFA á sérstöku aukaþingi sem verður haldið á milli desember 2015 og mars 2016. Blatter hefur þó komið fram og lagt áherslu að hann hafi ekki sagt af sér í ræðu skömmu eftir endurkjörið þar sem flestir lásu það úr að hann væri að hætta. Það er því ekki öruggt að Blatter sé að fara að hætta. „Ég hef hreina samvisku. Ef einhver sakar mig um spillingu þá mun ég spyrja hann um hvort að hann skilji hvað það orð þýðir. Allir sem saka mig um spillingu verða að sanna það því ég er ekki spilltur," sagði Sepp Blatter við blaðamann Bunte. „Ef einhver ásakar mig um spillingu, af því að það er spilling innan FIFA, þá get ég bara hrist höfuðið. Allir sem halda slíku fram eiga heima í fangelsi," sagði Blatter. „Trúin hefur gefið mér styrk á þessum erfiðum tímum. Ég er trúaður og segi mínar bænir. Ég á gullkross sem Francis páfi blessaði. Ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn og ég trúi því ekki að það sé til helvíti. Ég er ekki sammála páfanum þar," sagði Blatter sem ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Kanada á sunnudaginn. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15 Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00 Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45 Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte. Fjórtán háttsettir menn úr fótboltaheiminum voru ákærðir fyrir spillingu innan FIFA 27. maí síðastliðinn en málið er unnið af bandarískum saksóknörum sem eru að elta spillingarmál heil 24 ár aftur í tímann. Það er búist við að Sepp Blatter láti af embætti forseta FIFA á sérstöku aukaþingi sem verður haldið á milli desember 2015 og mars 2016. Blatter hefur þó komið fram og lagt áherslu að hann hafi ekki sagt af sér í ræðu skömmu eftir endurkjörið þar sem flestir lásu það úr að hann væri að hætta. Það er því ekki öruggt að Blatter sé að fara að hætta. „Ég hef hreina samvisku. Ef einhver sakar mig um spillingu þá mun ég spyrja hann um hvort að hann skilji hvað það orð þýðir. Allir sem saka mig um spillingu verða að sanna það því ég er ekki spilltur," sagði Sepp Blatter við blaðamann Bunte. „Ef einhver ásakar mig um spillingu, af því að það er spilling innan FIFA, þá get ég bara hrist höfuðið. Allir sem halda slíku fram eiga heima í fangelsi," sagði Blatter. „Trúin hefur gefið mér styrk á þessum erfiðum tímum. Ég er trúaður og segi mínar bænir. Ég á gullkross sem Francis páfi blessaði. Ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn og ég trúi því ekki að það sé til helvíti. Ég er ekki sammála páfanum þar," sagði Blatter sem ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Kanada á sunnudaginn.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15 Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00 Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45 Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira
Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15
Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00
Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45
Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27