Enski boltinn

Wilshere er ekki reykingamaður

Jack Wilshere.
Jack Wilshere. vísir/epa
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Jack Wilshere sé ekki reykingamaður þó svo hann hafi verið gripinn enn og aftur við að reykja.

Wilshere hefur verið gripinn nokkrum sinnum við reykingar áður og nú síðast með shisha-pípu um síðustu helgi. Var hann harkalega gagnrýndur fyrir það.

„Ég er búinn að ræða þetta við hann. Hann er ekki reykingamaður en er miður sín yfir að þetta hafi gerst," sagði Wenger.

„Hjá okkur þarf hann að fylgja reglunum. Þessi mynd var tekin eftir Super Bowl-leikinn og ég veit ekki hvað gerðist. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu.

„Það er á hans ábyrgð að hafa líf sitt í reglu. Hann átti frí þarna daginn eftir. Menn verða að passa sig í dag því það eru myndavélar alls staðar. Ein sekúnda úr lífi einhvers skilgeinir ekki hver hann er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×