96 látnir eftir loftárásir Sýrlandshers á markað í bænum Douma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2015 17:31 Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. vísir/afp Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Hátt í hundrað eru látnir eftir loftárásir sýrlenska hersins á bæinn Douma skammt frá höfuðborginni Damaskus. Bærinn hafði verið á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í landinu segja árásina vera óásættanlega. Árásirnar hófust í gær og eru sagðar vera með þeim skæðustu í borgarastyrjöldinni sem staðið hefur yfir í rúm fjögur ár. Fyrir tæpum tveimur árum varð sama svæði fyrir efnavopnaárás sem einnig er talið að Sýrlandsstjórn hafi staðið fyrir. Í það minnsta 96 eru látnir og yfir 240 særðir eftir tíu árásir hersins í gær. Þeim var fram haldið í morgun en þær urðu alls fjórar. Unnið er að því að koma hinum látnu fyrir í fjöldagröf. Amnesty International hefur fordæmt árásirnar en í síðustu viku sökuðu samtökin stjórnarliða um stríðsglæpi í baráttu sinni við uppreisnarmenn. Samtökin segja að árásirnar núna geri ekkert til að bæta ástand sem sé ömurlegt fyrir. „Að ráðast á markað fullan af almennum borgurum og myrða hundrað þegna lands þíns er óásættanlegt í hvaða aðstæðum sem er,“ segir Stephen O‘Brien hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þessi dauðsföll sýna að engin átök geta leyst stöðuna sem komin er upp í landinu.“ Að minnsta kosti 240.000 manns hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hófst í maí 2011 með mótmælum gegn Bashar al-Assad, forseta landsins. Leiðtogar andstæðinga hans segja alþjóðasamfélagið ekki bregðast nógu hart við „þjóðarmorðum al-Assad sem staðið hafa yfir í 53 mánuði“. „Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið leggja sitt til fjöldamorðanna með því að líta í hina áttina og aðhafast ekkert,“ segir í yfirlýsingu Þjóðarráðs Sýrlands, helstu stjórnarandstæðinga landsins.Hér að neðan er hægt að sjá myndir frá Douma. Ritstjórn Vísis varar fólk við myndasafninu en þar er að finna myndir sem gætu vakið óhug.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp
Tengdar fréttir Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00 80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Assad viðurkennir vanmátt hersins Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sýrlenski herinn væri of fáliðaður til að takast á við heri uppreisnarmanna. 27. júlí 2015 12:00
80 féllu í loftárásum í Sýrlandi Vitni segja að 200 hafi særst þegar stjórnvöld gerðu loftárásir á markað. 16. ágúst 2015 18:43
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent