Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir Hælisleitendur verða líklegast tvöfalt fleiri í ár en árið á undan. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í sérstökum umræðum um málefni flóttamanna á Alþingi í gær. Málshefjandi var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja tveimur milljörðum króna í málefni flóttamanna. Benti hún á að 2.000 flóttamenn hefðu drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi. „Við gætum verið að horfa á umfangsmestu þjóðflutninga sem við höfum séð á síðari tímum. Við gætum verið að horfa upp á langtímaástand þar sem fólk yfirgefur heimili sín og það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Katrín. Því væri mikilvægt að líta á verkefnið sem langtímaverkefni, en ekki sem átaksverkefni. Um þetta voru þau Sigmundur Davíð og Katrín sammála. Þau telja bæði mikilvægt að horfa til stöðu flóttamanna, sem stjórnvöld ákváðu að taka á móti, jafnt sem hælisleitenda, sem eru þeir sem komast hingað á eigin forsendum en eru í mörgum tilfellum sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sigmundur Davíð sagði að grundvallaratriðið í þeirri stefnu sem stjórnvöld kynntu á laugardaginn væri að líta á vandann sem eina heild, en ekki bara skoða einn anga hans. „Með því á ég við að við þurfum hér heima fyrir, í auknum mæli, að líta á flóttamenn og hælisleitendur sem einn hóp,“ sagði hann.Ráðherrabústaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraSigmundur Davíð sagði að þetta væri mjög brýnt núna því hælisleitendum fjölgar hér gríðarlega. „Áður heyrði það til algjörra undantekninga að menn kæmu hingað sem flóttamenn og fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Flestir sem komu hingað voru það sem kallað er kvótaflóttamenn,“ sagði Sigmundur Davíð. Nú færi hælisleitendum mjög fjölgandi. „Fjölgunin hefur verið um 50 prósent á ári undanfarin ár, ár eftir ár. En nú lítur út fyrir að fjölgunin milli ára frá 2014 til 2015 verði nær 100 prósent.“ Hann benti á að fimmtíu hefðu sótt um hæli hér á landi í ágúst og fjöldinn væri nú þegar að verða svipaður í þessum mánuði. „Nú þegar hafa 54, bara á þessu ári, fengið hér hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru miklu fleiri en á undanförnum árum,“ sagði hann. Fjöldi þeirra sem fengju stöðu flóttamanns í ár yrði miklu meiri en hundrað. Sigmundur Davíð bætti við að það væri mikilvægt að flóttafólk í flóttamannabúðum í Sýrlandi og við Sýrland gæti búið við aðstæður sem eru eins góðar og hægt er í flóttamannabúðum. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Hælisleitendur verða líklegast tvöfalt fleiri í ár en árið á undan. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í sérstökum umræðum um málefni flóttamanna á Alþingi í gær. Málshefjandi var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja tveimur milljörðum króna í málefni flóttamanna. Benti hún á að 2.000 flóttamenn hefðu drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi. „Við gætum verið að horfa á umfangsmestu þjóðflutninga sem við höfum séð á síðari tímum. Við gætum verið að horfa upp á langtímaástand þar sem fólk yfirgefur heimili sín og það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Katrín. Því væri mikilvægt að líta á verkefnið sem langtímaverkefni, en ekki sem átaksverkefni. Um þetta voru þau Sigmundur Davíð og Katrín sammála. Þau telja bæði mikilvægt að horfa til stöðu flóttamanna, sem stjórnvöld ákváðu að taka á móti, jafnt sem hælisleitenda, sem eru þeir sem komast hingað á eigin forsendum en eru í mörgum tilfellum sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sigmundur Davíð sagði að grundvallaratriðið í þeirri stefnu sem stjórnvöld kynntu á laugardaginn væri að líta á vandann sem eina heild, en ekki bara skoða einn anga hans. „Með því á ég við að við þurfum hér heima fyrir, í auknum mæli, að líta á flóttamenn og hælisleitendur sem einn hóp,“ sagði hann.Ráðherrabústaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraSigmundur Davíð sagði að þetta væri mjög brýnt núna því hælisleitendum fjölgar hér gríðarlega. „Áður heyrði það til algjörra undantekninga að menn kæmu hingað sem flóttamenn og fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Flestir sem komu hingað voru það sem kallað er kvótaflóttamenn,“ sagði Sigmundur Davíð. Nú færi hælisleitendum mjög fjölgandi. „Fjölgunin hefur verið um 50 prósent á ári undanfarin ár, ár eftir ár. En nú lítur út fyrir að fjölgunin milli ára frá 2014 til 2015 verði nær 100 prósent.“ Hann benti á að fimmtíu hefðu sótt um hæli hér á landi í ágúst og fjöldinn væri nú þegar að verða svipaður í þessum mánuði. „Nú þegar hafa 54, bara á þessu ári, fengið hér hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru miklu fleiri en á undanförnum árum,“ sagði hann. Fjöldi þeirra sem fengju stöðu flóttamanns í ár yrði miklu meiri en hundrað. Sigmundur Davíð bætti við að það væri mikilvægt að flóttafólk í flóttamannabúðum í Sýrlandi og við Sýrland gæti búið við aðstæður sem eru eins góðar og hægt er í flóttamannabúðum.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira