Tekist á um efnahagslegan skaða vegna tillögunnar Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2015 18:30 Fjöldi fólks er samankominn á fundinum í ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm Á aukafundi borgarstjórnar er áfram verið að ræða afturköllun tillögu borgarstjórnar um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísraelsríki. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði mögulegan fjárhagslegan skaða íslenskra fyrirtækja vegna tillögunnar meðal annars að umtalsefni í ræðu sinni. Jafnframt gaf hann í skyn að hann teldi Dag B. Eggertsson borgarstjóra eiga að segja af sér embætti vegna málsins. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar, spurði á móti hvernig Júlíus hefði upplýsingar um að „fjölmargir“ hafi orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Jafnframt benti Skúli á yfirlýsingu frá hópi fjárfesta sem koma að byggingu hótels við Hörpu þar sem segir að byggingaráform séu óbreytt þrátt fyrir ótta um annað. Júlíus Vífill sagði hinsvegar að samkvæmt bréfi frá Eggerti Dagbjartssyni, íslenskum fjárfesti sem kemur að byggingu hótelsins, til bankastjóra Arion banka sé ljóst að órói sé í kringum verkefnið. Það sé ljóst að borgarfulltrúar eigi í vændum að vera þekktir sem rasistar vegna samþykktar tillögunnar. Þá taldi Júlíus upp aðila sem sagst hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum vegna málsins, þeirra á meðal vatnsbóndann Jón Ólafsson, bjórframleiðandann Einstök og flugfélagið Wow. Hann gagnrýndi fulltrúa meirihlutans jafnframt fyrir að hafa ekki sjálfir reynt að meta umfang skaðans sem tillagan gæti valdið. Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. 21. september 2015 12:31 Hitafundur í ráðhúsinu: „Þessu máli er lokið“ Borgarstjóri segir tillögu um viðskiptaþvinganir dregna til baka. Minnihlutinn kallar eftir afsögn borgarstjóra. 22. september 2015 17:46 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Á aukafundi borgarstjórnar er áfram verið að ræða afturköllun tillögu borgarstjórnar um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísraelsríki. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði mögulegan fjárhagslegan skaða íslenskra fyrirtækja vegna tillögunnar meðal annars að umtalsefni í ræðu sinni. Jafnframt gaf hann í skyn að hann teldi Dag B. Eggertsson borgarstjóra eiga að segja af sér embætti vegna málsins. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar, spurði á móti hvernig Júlíus hefði upplýsingar um að „fjölmargir“ hafi orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Jafnframt benti Skúli á yfirlýsingu frá hópi fjárfesta sem koma að byggingu hótels við Hörpu þar sem segir að byggingaráform séu óbreytt þrátt fyrir ótta um annað. Júlíus Vífill sagði hinsvegar að samkvæmt bréfi frá Eggerti Dagbjartssyni, íslenskum fjárfesti sem kemur að byggingu hótelsins, til bankastjóra Arion banka sé ljóst að órói sé í kringum verkefnið. Það sé ljóst að borgarfulltrúar eigi í vændum að vera þekktir sem rasistar vegna samþykktar tillögunnar. Þá taldi Júlíus upp aðila sem sagst hafa fundið fyrir neikvæðum áhrifum vegna málsins, þeirra á meðal vatnsbóndann Jón Ólafsson, bjórframleiðandann Einstök og flugfélagið Wow. Hann gagnrýndi fulltrúa meirihlutans jafnframt fyrir að hafa ekki sjálfir reynt að meta umfang skaðans sem tillagan gæti valdið.
Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. 21. september 2015 12:31 Hitafundur í ráðhúsinu: „Þessu máli er lokið“ Borgarstjóri segir tillögu um viðskiptaþvinganir dregna til baka. Minnihlutinn kallar eftir afsögn borgarstjóra. 22. september 2015 17:46 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30
Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. 21. september 2015 12:31
Hitafundur í ráðhúsinu: „Þessu máli er lokið“ Borgarstjóri segir tillögu um viðskiptaþvinganir dregna til baka. Minnihlutinn kallar eftir afsögn borgarstjóra. 22. september 2015 17:46
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03