Innlent

Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni.
Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. Vísir/Valli
Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson lýsti yfir áhyggjum yfir samþykkt borgarráðs á umdeildri tillögu um viðskiptaþvinganir gegn Ísrael í bréfi til Höskulds Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. Höskuldur áframsendi svo bréfið til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Eggert segir í bréfi sínu, sem er á ensku, að margir þeirra aðila sem beri ábyrgð á góðu gengi byggingu hótels við Hörpu séu bandarískir gyðingar og séu sem slíkir líklegir til þess að styðja Ísraelsríki. Eggert nefnir fjárfestana Ian Schrager og Dick Friedman sem dæmi og segist vona að tillagan verði dregin til baka áður en þeir frétti af henni.

„Ef það er eitthvað sem þú getur gert til að hafa áhrif á málið og fá þetta dregið til baka, ætti það að vera gert eins fljótt og hægt er,“ skrifar Eggert í bréfinu.

Höskuldur sendi bréf Eggerts í heild sinni til borgarstjóra og skrifar með því að málið sé „ákaflega óheppilegt“ og segist telja að sambærilegar athugasemdir muni berast bankanum vegna annarra verkefna.

Bréf Höskuldar til borgarstjóra hefur verið sent fjölmiðlum sem og öllum borgarfulltrúum vegna aukafundar borgarstjórnar um tillöguna, sem átti að hefjast nú klukkan fimm. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni hér.

Bréfið í heild sinni er birt hér fyrir neðan:

From: Höskuldur H. Ólafsson

Sent: 19. september 2015 10:46

To: Dagur B Eggertsson

Subject: FW: Worrisome Issue

Sæll Dagur borgarstjóri,

Leyfi mér að áframsenda þessa nótu frá Eggerti Dagbjartsyni.  Þú þekkir allar þessar persónur mæta vel sem og verkefnið og vísast er búið að hafa samband við þig vegna þessa máls eftir öðrum leiðum.

Ákaflega óheppilegt og hygg ég að sambærilegt berist okkur í bankanum úr öðrum áttum vegna annarra verkefna.

Með bestu kveðjum,

Höskuldur

From: Eggert Dagbjartsson

Sent: 18. september 2015 23:16

To: Höskuldur H. Ólafsson

Cc: Eggert Dagbjartsson

Subject: Worrisome Issue

Dear Hoskuldur,

I wanted to share my concern with you regarding the recent resolution passed by the Reykjavik City Council - banning the importing of certain goods from Israel to Iceland.  I believe this could potentially have a very negative impact on our project - the proposed Reykjavik Edition.  The fact is that many of the key people who are ultimately going to be responsible for making this a success are Jewish Americans.  Both Ian Schrager and Dick Friedman are jewish.  Many of the top people at Marriott are jewish as well.  Furthermore, most major US Hotel Companies - such as Starwood, Lowes, etc. are either owned or controlled by jewish Americans.

While American jews are by no means a unified group, they are generally strongly supportive of the State of Israel and sensitive to boycotts or banning of Israeli related products or services.  This is a real “hot button” issue.

The message that the City of Reykjavik has just sent, whether it meant to or not, is this:  “if you are jewish - your not welcome here”.   It also suggests and will potentially be interpreted by the outside world as a statement that Icelander’s are racist when it comes to jews.  I’ve got no idea how someone like Ian Schrager or Dick Friedman will react to this - and I’m hoping they don’t find out about this and it will be somehow quickly fixed.  This has the potential of being a real problem - which I clearly hope it will not be.

If there is anything that you can do to influence things and have this retracted - and that a clear message be sent that Iceland is a welcoming place for Israeli’s and jews - as well as people of all nationalities and creeds - it should be done as soon as possible.

This is not good for Iceland - and potentially harmful to our project.

Best,

Eggert


Tengdar fréttir

Engin sniðganga í Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×