Innlent

Hitafundur í ráðhúsinu: „Þessu máli er lokið“

Bjarki Ármannsson skrifar
Dagur B. Eggertsson segir að á fundinum í dag megi ekki senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindamálum.
Dagur B. Eggertsson segir að á fundinum í dag megi ekki senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindamálum. Vísir/Vilhelm
„Þessu máli er lokið,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar rétt í þessu þar sem verið er að ræða afturköllun tillögu borgarstjórnar um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísraelsríki.

Dagur segir tillöguna dregna til baka með fullu en að á fundinum í dag megi ekki senda þau skilaboð að Reykjavík standi ekki með mannréttindamálum.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, kallaði á fundinum eftir afsögn Dags sem borgarstjóra vegna þess skaða sem samþykkt tillögunar hefði þegar valdið.

„Borgarstjóri á að lágmarka tjónið og segja af sér,“ sagði Kjartan og uppskar mikið lófaklapp frá áhorfendum en fjöldi manns er komin saman til að fylgjast með fundinum og mótmæla samþykkt tillögunnar. 

Fjöldi manns er samankominn á fundinum, með fána Ísraelsríkis.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×