5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2015 14:15 Fjölskylda frá Sýrlandi komin til borgarinnar Trípolí í Líbanon. Þau fengu hæli í Úrúgvaí ásamt rúmlega 100 öðrum sýrlenskum flóttamönnum. VÍSIR/AP 5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira