Blöskrar skoðun Hannesar: „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2015 11:19 Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Vísir/Auðunn Níelsson „Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök. Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Það er sennilega ekki hægt að hugsa sèr meiri kvenfyrirlitningu en þá að segja vændi atvinnutækifæri fyrir konur,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju. Tilefnið er ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem segist ekki skilja hvers vegna kvenfrelsissinnar séu á móti því að konur noti vændi sem atvinnutækifæri, sé hvergi nauðung á ferð. Hannes lét ummælin falla á Fésbókarsíðu sinni í gær í tengslum við samþykkt Amnesty International um afglæpavæðingu vændis. Ákvörðunin er vægast sagt umdeild og skiptist fólk í fylkingar á báðum vængjum auk þess sem fjölmargir sjá sjónarhorn beggja og eiga erfitt með að taka afgerandi afstöðu. Hannes Hólmsteinn segir að aðalatriðið um vændi sé hvort upplýst samþykki beggja liggi fyrir. Ef svo er sé ekkert á móti því að þóknun komi fyrir blíðu. „Mér er ekki alveg ljóst, hvers vegna kvenfrelsissinnar eru á móti því, að konur noti þetta atvinnutækifæri, sé hvergi nein nauðung á ferð. Er þetta ekki dæmi um, að sumar konur séu á móti öðrum konum, frekar en að konur séu almennt á móti körlum?“Tvö lögmál skipti öllu Hildur Eir sér hlutina ekki í sama ljósi og háskólaprófessorinn. Segir presturinn að líkaminn sé heilagur. „Líkaminn er ekki bílaleiga eða tívolí, hann stjórnast af taugakerfi sem er bundið hugsunum og tilfinningum og þess vegna er ekki hægt að umgangast líkamann sem tæki, við fáum í magann þegar við verðum kvíðin, líkaminn framleiðir meira dópamín þegar við verðum ástfangin, mjólk streymir fram í brjóst mæðra þegar þær heyra ungbörnin gráta.“ Hannes er á því að ekki eigi að afgreiða vændi, frekar en önnur siðferðileg álitamál, með því að segja sögur, misjafnlega áreiðanlegar, heldur í ljósi tveggja lögmála og röksemda. 1) Ef menn brjóta ekki rétt á öðrum með því að kaupa eða selja vændi, þá eiga aðrir ekki að skipta sér af því. 2) Ef afleiðingarnar af að banna vændi eru verri en afleiðingarnar af þvi að leyfa það, þá getur verið skynsamlegt að leyfa það. Önnur rökin eru réttindarök, hin nytjarök.
Tengdar fréttir Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44 Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11 Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Segir ályktun ætlað að tryggja mannréttindi jaðarhóps Formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir umræðuna um vændisályktun samtakanna vera á villigötum. 12. ágúst 2015 23:44
Úrsagnir úr Íslandsdeild Amnesty í samræmi við það sem búist var við Fjöldaúrsagnir voru boðaðar í kjölfar tillögu samtakanna að gera vændi ekki refsivert. 12. ágúst 2015 13:11
Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að útgangspunktur umdeildrar tillögu um lögleiðingu vændis sé að vernda mannréttindi vændisfólks. Fjöldi fólks hefur sagt sig úr Íslandsdeildinni vegna tillögunnar. 13. ágúst 2015 07:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent