Morata skaut Juventus áfram gegn sínu gamla liði | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2015 16:20 Leikmenn Juventus fagna jöfnunarmark Morata. vísir/getty Það verður Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. Juventus gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitunum á Santiago Bernabeu í kvöld og fór áfram, samanlagt 3-2.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Það er því ljóst að Real Madrid ver ekki Evrópumeistaratitilinn sem liðið vann í fyrra en engu liði hefur tekist að verja titilinn síðan Meistaradeildin var sett á stofn tímabilið 1992-93. Þetta er í áttunda sinn sem Juventus kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en síðast þegar það gerðist (2003) sló liðið einmitt Real Madrid út í undanúrslitunum. Evrópumeistararnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og settu mikla pressu á vörn Juventus. Real Madrid náði forystunni á 23. mínútu þegar Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Giorgio Chiellini fyrir brot á James Rodríguez. Þetta var tíunda mark Ronaldos í Meistaradeildinni í ár og hann varð því fyrsti leikmaður sögu keppninnar til að skora 10 mörk eða fleiri fjögur tímabil í röð. Þetta var jafnframt mark númer 307 sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og hann jafnaði þar með Alfredo Di Stefáno á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins.Þetta var ekki kvöldið hans Gareth Bale.vísir/gettyReal Madrid leiddi í hálfleik en Juventus-menn mættu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Á 57. mínútu jafnaði svo Álvaro Morata metin í 1-1 gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði einnig í fyrri leiknum. Madrídingar bættu í sóknina eftir þetta enda þurftu þeir að vinna leikinn til að komast áfram. Þeir sóttu og sóttu og Gareth Bale fór illa með nokkur góð tækifæri við takmarkaða hrifningu stuðningsmanna Real Madrid. Claudio Marchisio fékk dauðafæri til að koma Juventus yfir á 70. mínútu en Iker Casillas varði skot hans. Leikmenn Real Madrid reyndu hvað þeir gátu en fundu ekki leiðina í gegnum þétta vörn Juventus. Svo fór að liðin skildu jöfn, 1-1, og Juventus er því komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. Það verður því ekkert af Spánarslag Real Madrid og Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Madrídingar þurfa líklega að sætta sig við titlalaust tímabil í ár.Ronaldo 1-0 Morata 1-1 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30 Segir orðspor Real Madrid undir á Bernabéu í kvöld Real Madrid þarf að vinna Juventus á heimavelli í kvöld ætli liðið að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 13. maí 2015 11:30 Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04 Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02 Keane: Bale mætti ekki til leiks Roy Keane var harðorður í garð Gareths Bale eftir tap Real Madrid fyrir Juventus í Meistaradeildinni í gær. 6. maí 2015 11:30 Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. 13. maí 2015 08:30 Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Það verður Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. Juventus gerði 1-1 jafntefli við Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitunum á Santiago Bernabeu í kvöld og fór áfram, samanlagt 3-2.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Það er því ljóst að Real Madrid ver ekki Evrópumeistaratitilinn sem liðið vann í fyrra en engu liði hefur tekist að verja titilinn síðan Meistaradeildin var sett á stofn tímabilið 1992-93. Þetta er í áttunda sinn sem Juventus kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en síðast þegar það gerðist (2003) sló liðið einmitt Real Madrid út í undanúrslitunum. Evrópumeistararnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og settu mikla pressu á vörn Juventus. Real Madrid náði forystunni á 23. mínútu þegar Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Giorgio Chiellini fyrir brot á James Rodríguez. Þetta var tíunda mark Ronaldos í Meistaradeildinni í ár og hann varð því fyrsti leikmaður sögu keppninnar til að skora 10 mörk eða fleiri fjögur tímabil í röð. Þetta var jafnframt mark númer 307 sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og hann jafnaði þar með Alfredo Di Stefáno á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins.Þetta var ekki kvöldið hans Gareth Bale.vísir/gettyReal Madrid leiddi í hálfleik en Juventus-menn mættu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Á 57. mínútu jafnaði svo Álvaro Morata metin í 1-1 gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði einnig í fyrri leiknum. Madrídingar bættu í sóknina eftir þetta enda þurftu þeir að vinna leikinn til að komast áfram. Þeir sóttu og sóttu og Gareth Bale fór illa með nokkur góð tækifæri við takmarkaða hrifningu stuðningsmanna Real Madrid. Claudio Marchisio fékk dauðafæri til að koma Juventus yfir á 70. mínútu en Iker Casillas varði skot hans. Leikmenn Real Madrid reyndu hvað þeir gátu en fundu ekki leiðina í gegnum þétta vörn Juventus. Svo fór að liðin skildu jöfn, 1-1, og Juventus er því komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. Það verður því ekkert af Spánarslag Real Madrid og Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Madrídingar þurfa líklega að sætta sig við titlalaust tímabil í ár.Ronaldo 1-0 Morata 1-1
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30 Segir orðspor Real Madrid undir á Bernabéu í kvöld Real Madrid þarf að vinna Juventus á heimavelli í kvöld ætli liðið að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 13. maí 2015 11:30 Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04 Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02 Keane: Bale mætti ekki til leiks Roy Keane var harðorður í garð Gareths Bale eftir tap Real Madrid fyrir Juventus í Meistaradeildinni í gær. 6. maí 2015 11:30 Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. 13. maí 2015 08:30 Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30
Segir orðspor Real Madrid undir á Bernabéu í kvöld Real Madrid þarf að vinna Juventus á heimavelli í kvöld ætli liðið að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 13. maí 2015 11:30
Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04
Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02
Keane: Bale mætti ekki til leiks Roy Keane var harðorður í garð Gareths Bale eftir tap Real Madrid fyrir Juventus í Meistaradeildinni í gær. 6. maí 2015 11:30
Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. 13. maí 2015 08:30
Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33