Fótbolti

Ramos: Ég spilaði illa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sergio Ramos átti ekki mikið í Andrea Pirlo og félaga á miðjunni hjá Juventus.
Sergio Ramos átti ekki mikið í Andrea Pirlo og félaga á miðjunni hjá Juventus. vísir/getty
Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, var fyrsti maðurinn til að viðurkenna að hann spilaði illa í tapinu gegn Juventus í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Ramos, sem er varnamaður, hefur spilað á miðjunni í undanförnum deildarleikjum vegna meiðsla lykilmanna og var á miðjunni í 2-1 tapinu í Tórínó í gær.

Sjá einnig:Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin

Spánverjinn missti boltann trekk í trekk og réð ekkert við hraðann í leiknum, en hann fékk ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína.

„Þetta var slakur leikur hjá okkur í heildina. Ég spilaði illa, en ég hef ekki áhyggjur af því. Ég treysti Carlo Ancelotti þjálfara og hann treystir mér,“ sagði Ramos við fréttamenn eftir leik.

„Við eigum seinni leikinn eftir og getum komist áfram. Á miðjunni þarf maður að hlaupa meira, en ég vil ekki benda á nein einstaklingsmistök.“

„Það verður ekki erfitt að spila betur á Santiago Bernabéu næsta miðvikudag en við gerðum í kvöld. Ég er viss um að allt mun breytast. Það er ekki í eðli mínu að gefast upp,“ sagði Sergio Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×