Aron Einar: Þeir verða brjálaðir frá fyrstu mínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 12:00 Aron og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari. vísir/anton Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016 hér í Konya á morgun. Blaðamannafundur Íslands var á keppnisvellinum, Torku Arena, í morgun en strákarnir æfðu þar í hádeginu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Lettlandi á laugardag vegna meiðsla. Hann segir að það hafi verið erfitt að sitja uppi í stúku og horfa á leikinn, sem endaði með 2-2 jafntefli eftir að Ísland komst 2-0 yfir. „Maður vill spila alla leiki og maður var stressaðri að sitja upp í stúku en að spila,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. „Mér fannst við vera værukærir,“ sagði hann um spilamennsku íslenska liðsins. „Ég var eins og allir aðrir ánægður með fyrri hálfleikinn en seinni hálfleikur var hins vegar eins lélegur og sá fyrri var góður. Við verðum að bæta úr því á morgun.“ „Við ætluðum okkur að skora of mörg mörk og það of fljótt. Það líkist ekki okkur. Þegar við skorum þá pössum við upp á að vera fastir fyrir í vörninni. Við höfum allir talað saman eftir leikinn og erum staðráðnir í að bæta fyrir þetta.“ Aron segir mikilvægt að strákarnir njóti þess að spila leikinn á morgun, enda fyrir fullum velli hér í Konya í leik sem skiptir Tyrki höfuðmáli upp á möguleika þeirra. „Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að spila hér og við þessar kringumstæður. Það er erfitt að segja hvernig þeir muni spila leikinn en ég reikna síður með því að þeir verði ánægðir með bara eitt stig.“ „Þeir verða æstir og brjálaðir strax frá fyrstu mínútu, rétt eins og áhorfendur verða. Það er æsingur í þeim. Þetta verður virkiklega gaman. Ég hef alltaf haft gaman að því að sjá æsinginn sem myndast oft á knattspyrnuvöllum í Tyrklandi og við eigum að njóta þess að spila í slíkum leik.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00 „Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. 12. október 2015 08:00
„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands á Torku Arena í Konya í morgun. 12. október 2015 09:19
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00