Fangar á Kvíabryggju með PR-fyrirtæki á sínum snærum Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2015 12:57 Björgvin lýsti því í eyru Páls að ekki væri ósk neins að fara í PR-stríð við Fangelsismálastofnun. KOM hefur starfað fyrir Ólaf Ólafsson. Svo virðist sem frétt Morgunblaðsins, þess efnis að fyrir lægi ósk frá föngum á Kvíabryggju að þeir fengju að drekka rauðvín með matnum, hafi lagst illa í vistmenn þar, þá ekki síst fanga sem þar dvelja eftir að hafa fengið dóma um stórfelld efnahagsbrot í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 og afplána nú þar vestra. PR-fyrirtækið, eða almannatengslafyrirtækið, KOM var fengið að málum til að halda því til haga að engin slík beiðni væri frá þeim komin.Enginn kaupsýslumannanna fór fram á rauðvín með matnumBjörgvin Guðmundsson er einn eigenda KOM og hann segist, í samtali við Vísi, ekki tjá sig um þá vinnu sem þeir inna af hendi fyrir sína viðskiptavini. „En, hluti þeirrar vinnu er að koma upplýsingum á framfæri; hluti þeirrar þjónustu sem við veitum.“En, eruð þið að starfa fyrir fleiri fanga en einn? „Ég get ekki tjáð mig um það.“En, þið hafið starfað fyrir Ólaf Ólafsson, kenndan við Samskip? „Já, við höfum starfað fyrir hann, ég get staðfest það.“Björgvin lítur ekki svo á að þetta verkefni megi heita allsérstætt.visir/valliEn, hvað var það sem þú vildir koma á framfæri við Pál? „Páll Winkel staðfesti að enginn sem hefur verið dæmdur eftir efnahagshrunið 2008 fyrir efnahagsbrot fór fram á að fá að drekka rauðvín með matnum,“ segir Björgvin.Nú hlýtur það að teljast með sérstæðari verkefnum sem fyrirtæki á sviði almannatengsla tekur að sér? „Við lítum ekki þannig á það,“ segir Björgvin.Vilja ekki í PR-stríðPáli Winkel fangelsismálastjóra finnst það áhugavert að almannatengslafyrirtækið KOM hafi haft samband við sig á laugardegi, en það var þá sem Björgvin ræddi málið við Pál. „Hann talaði efnislega um að KOM vinni fyrir ótilgreindan hóp fanga sem sé viðkvæmur fyrir umfjöllun sem þessari. Ég hef ekki fengið að vita fyrir hverja KOM vinnur eða hvaða fangar greiða fyrir þeirra vinnu. Mér var bent á að þessir ótilgreindu fangar vildu ekki endilega fara í PR-stríð, eða íímyndarstríð við fangelsisyfirvöld. Hér vinnur enginn almannatengill og enn þá síður almannatengsladeild innan fangelsismálastofnunar enda fer okkar tími og fjármagn almennings í að fullnusta refsingar. Hér er því enginn til að fara í stríð við.“Segir ekki hvaðan kvörtunin kemurFyrir liggur yfirlýsing á síðu Afstöðu, frá föngum á Kvíabryggju svohljóðandi:„Það er sameiginleg yfirlýsing fanga á Kvíabryggju að enginn kannast við að hafa lagt fram beiðni um að neyta áfengis með mat eins og Páll Winkel segir í morgunblaði dagsins í dag.-Stjórn Afstöðu Kvíabryggju“Páll segir að við sig hafi haft samband, á föstudaginn, blaðamaður á Morgunblaðinu sem sagðist hafa heimildir fyrir því að ótilgreindir fangar hafi kært synjun til ráðuneytis, um neyslu áfengis. „Ég sagðist ekkert vita um það en svaraði því til að menn hafi kvartað undan því að fá ekki að neyta víns. Ég vissi hins vegar ekki um neina kvörtun til ráðuneytis.Páll Winkel ætlar ekki í PR-stríð við fanga sína, enda enginn hjá Fangelsismálastofnun á því sviði til að fara í stríð við.visir/Andri MarinóÉg veit ekki hvort tilkynningin til fjölmiðla hafi verið send frá KOM né hvaða fangar rituðu undir hana. Mér er því ómögulegt að tjá mig frekar um málið auk þess sem ég tiltek ekki hvað einstakur fangi biður um eða óska eftir. Það væri leki.“Panta ekki svör frá FangelsismálastofnunPáll segir ennfremur að almannatengslafyrirtæki panti ekki svör frá Fangelsismálastofnun sem henti ótilgreindum hópi fanga/viðskiptavina. „Raunar pantar enginn svör frá yfirvöldum sem henta viðskiptavinum almannatengslafyrirtækja. Það hélt ég að menn hefðu lært af Lekamálinu. Reyndar eru fangar með öflugt félag, Afstöðu, en ég funda reglulega með þeim þar sem farið er yfir málefni fanga. Þar er tekist á um hlutina en með hreinskiptum samskiptum næst árangur. Þar ræðum við ýmsa hluti og er það réttur farvegur fyrir skoðanaskipti fangelsismálayfirvalda og fanga. Þrátt fyrir að við séum ekki alltaf sammála hefur ýmislegt gott komið út úr þeim fundum,“ segir Páll. Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04 Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 „Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14 Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Svo virðist sem frétt Morgunblaðsins, þess efnis að fyrir lægi ósk frá föngum á Kvíabryggju að þeir fengju að drekka rauðvín með matnum, hafi lagst illa í vistmenn þar, þá ekki síst fanga sem þar dvelja eftir að hafa fengið dóma um stórfelld efnahagsbrot í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 og afplána nú þar vestra. PR-fyrirtækið, eða almannatengslafyrirtækið, KOM var fengið að málum til að halda því til haga að engin slík beiðni væri frá þeim komin.Enginn kaupsýslumannanna fór fram á rauðvín með matnumBjörgvin Guðmundsson er einn eigenda KOM og hann segist, í samtali við Vísi, ekki tjá sig um þá vinnu sem þeir inna af hendi fyrir sína viðskiptavini. „En, hluti þeirrar vinnu er að koma upplýsingum á framfæri; hluti þeirrar þjónustu sem við veitum.“En, eruð þið að starfa fyrir fleiri fanga en einn? „Ég get ekki tjáð mig um það.“En, þið hafið starfað fyrir Ólaf Ólafsson, kenndan við Samskip? „Já, við höfum starfað fyrir hann, ég get staðfest það.“Björgvin lítur ekki svo á að þetta verkefni megi heita allsérstætt.visir/valliEn, hvað var það sem þú vildir koma á framfæri við Pál? „Páll Winkel staðfesti að enginn sem hefur verið dæmdur eftir efnahagshrunið 2008 fyrir efnahagsbrot fór fram á að fá að drekka rauðvín með matnum,“ segir Björgvin.Nú hlýtur það að teljast með sérstæðari verkefnum sem fyrirtæki á sviði almannatengsla tekur að sér? „Við lítum ekki þannig á það,“ segir Björgvin.Vilja ekki í PR-stríðPáli Winkel fangelsismálastjóra finnst það áhugavert að almannatengslafyrirtækið KOM hafi haft samband við sig á laugardegi, en það var þá sem Björgvin ræddi málið við Pál. „Hann talaði efnislega um að KOM vinni fyrir ótilgreindan hóp fanga sem sé viðkvæmur fyrir umfjöllun sem þessari. Ég hef ekki fengið að vita fyrir hverja KOM vinnur eða hvaða fangar greiða fyrir þeirra vinnu. Mér var bent á að þessir ótilgreindu fangar vildu ekki endilega fara í PR-stríð, eða íímyndarstríð við fangelsisyfirvöld. Hér vinnur enginn almannatengill og enn þá síður almannatengsladeild innan fangelsismálastofnunar enda fer okkar tími og fjármagn almennings í að fullnusta refsingar. Hér er því enginn til að fara í stríð við.“Segir ekki hvaðan kvörtunin kemurFyrir liggur yfirlýsing á síðu Afstöðu, frá föngum á Kvíabryggju svohljóðandi:„Það er sameiginleg yfirlýsing fanga á Kvíabryggju að enginn kannast við að hafa lagt fram beiðni um að neyta áfengis með mat eins og Páll Winkel segir í morgunblaði dagsins í dag.-Stjórn Afstöðu Kvíabryggju“Páll segir að við sig hafi haft samband, á föstudaginn, blaðamaður á Morgunblaðinu sem sagðist hafa heimildir fyrir því að ótilgreindir fangar hafi kært synjun til ráðuneytis, um neyslu áfengis. „Ég sagðist ekkert vita um það en svaraði því til að menn hafi kvartað undan því að fá ekki að neyta víns. Ég vissi hins vegar ekki um neina kvörtun til ráðuneytis.Páll Winkel ætlar ekki í PR-stríð við fanga sína, enda enginn hjá Fangelsismálastofnun á því sviði til að fara í stríð við.visir/Andri MarinóÉg veit ekki hvort tilkynningin til fjölmiðla hafi verið send frá KOM né hvaða fangar rituðu undir hana. Mér er því ómögulegt að tjá mig frekar um málið auk þess sem ég tiltek ekki hvað einstakur fangi biður um eða óska eftir. Það væri leki.“Panta ekki svör frá FangelsismálastofnunPáll segir ennfremur að almannatengslafyrirtæki panti ekki svör frá Fangelsismálastofnun sem henti ótilgreindum hópi fanga/viðskiptavina. „Raunar pantar enginn svör frá yfirvöldum sem henta viðskiptavinum almannatengslafyrirtækja. Það hélt ég að menn hefðu lært af Lekamálinu. Reyndar eru fangar með öflugt félag, Afstöðu, en ég funda reglulega með þeim þar sem farið er yfir málefni fanga. Þar er tekist á um hlutina en með hreinskiptum samskiptum næst árangur. Þar ræðum við ýmsa hluti og er það réttur farvegur fyrir skoðanaskipti fangelsismálayfirvalda og fanga. Þrátt fyrir að við séum ekki alltaf sammála hefur ýmislegt gott komið út úr þeim fundum,“ segir Páll.
Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04 Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 „Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14 Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Aðstandendur sakborninga í Al-Thani málinu funduðu um dóminn í gær Eiginkona Ólafs Ólafssonar skipulagði fundinn sem fram fór í gær. 12. mars 2015 16:04
Kvíabryggja ekkert lúxushótel Fangar margir hverjir eru ósáttir en þeim sýnist sem Ólafur Ólafsson fái sérmeðferð með því að hefja afplánun á Kvíabryggju. 25. febrúar 2015 15:02
Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00
„Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“ Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins og stunda crossfit af miklum móð. 8. október 2015 10:14
Segir fangelsismálastjóra fara með ósannindi Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, segist aldrei hafa boðið greiðslu fyrir umframréttindi handa skjólstæðingi sínum. 22. maí 2015 10:02