Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. september 2015 20:45 Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi, Lovísa Árnadóttir, Gústav Adolf Hermannsson og þrjú börn þeirra, þar af tvíburar sem eru nokkura mánaða gamlir, vilja opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. „Ég sá svona fyrir mér, þetta er ekki stórt herbergi en myndi henta vel pari eða einstaklingi með barn,“ segir Lovísa Árnadóttir en henni var illt í hjartanu eftir að hafa séð ljótar fréttamyndir af hlutskipti flóttamanna. Þegar Facebook-síðan Kæra Eygló- Sýrland kallar fór af stað, ræddi hún við mann sinn um herbergi í íbúðinni sem í dag er nýtt sem geymsla. Hún segir að þau eigi einnig föt og leikföng sem barnafólk gæti notað. Og þetta var engin skyndihugdetta, Lovísa og Gústaf ræddu málið lengi áður en ákvörðun lá fyrir og þeim er fyllilega alvara. Þau fullyrða að þau muni standa við stóru orðin. Þau eru í hópi fjölmargra Íslendinga sem stíga fram og bjóðast persónulega til að aðstoða í kjölfar skelfilegra frétta, af örlögum fólks, sem flýr stríð og eymd til að bjarga sjálfu sér og börnunum sínum, stundum til þess eins að koma að lokuðum dyrum, landamærum veraldar sem vill ekki eða treystir sér ekki til að hjálpa. Stöð 2 fór í heimsókn og talaði við þau á heimili þeirra. Sjá má innslagið í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. 1. september 2015 20:36 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef 5,5 milljónir barna hafa flúið stríðsátökin í Sýrlandi. 2. september 2015 17:49 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi, Lovísa Árnadóttir, Gústav Adolf Hermannsson og þrjú börn þeirra, þar af tvíburar sem eru nokkura mánaða gamlir, vilja opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. „Ég sá svona fyrir mér, þetta er ekki stórt herbergi en myndi henta vel pari eða einstaklingi með barn,“ segir Lovísa Árnadóttir en henni var illt í hjartanu eftir að hafa séð ljótar fréttamyndir af hlutskipti flóttamanna. Þegar Facebook-síðan Kæra Eygló- Sýrland kallar fór af stað, ræddi hún við mann sinn um herbergi í íbúðinni sem í dag er nýtt sem geymsla. Hún segir að þau eigi einnig föt og leikföng sem barnafólk gæti notað. Og þetta var engin skyndihugdetta, Lovísa og Gústaf ræddu málið lengi áður en ákvörðun lá fyrir og þeim er fyllilega alvara. Þau fullyrða að þau muni standa við stóru orðin. Þau eru í hópi fjölmargra Íslendinga sem stíga fram og bjóðast persónulega til að aðstoða í kjölfar skelfilegra frétta, af örlögum fólks, sem flýr stríð og eymd til að bjarga sjálfu sér og börnunum sínum, stundum til þess eins að koma að lokuðum dyrum, landamærum veraldar sem vill ekki eða treystir sér ekki til að hjálpa. Stöð 2 fór í heimsókn og talaði við þau á heimili þeirra. Sjá má innslagið í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. 1. september 2015 20:36 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef 5,5 milljónir barna hafa flúið stríðsátökin í Sýrlandi. 2. september 2015 17:49 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. 1. september 2015 20:36
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00
Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef 5,5 milljónir barna hafa flúið stríðsátökin í Sýrlandi. 2. september 2015 17:49