Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Bryndís Björgvinsdóttir „Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira