Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Bryndís Björgvinsdóttir „Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“ Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
„Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira